Virkjum styrkleika í skólum Skúli Helgason skrifar 16. apríl 2014 07:00 Skólamál snerta kjarna jafnaðarstefnunnar því þar má skapa börnum jöfn tækifæri til að þroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er að draga fram styrkleika allra barna í skólastarfinu og skipuleggja nám þeirra og frístundastarf með hliðsjón af áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Þetta er leiðarljós í stefnu Samfylkingarinnar þar sem málefni barna eru í forgangi. Ég er alinn upp í skólakerfi þar sem svigrúm fyrir skapandi hugsun og frumkvæði var afar takmarkað allar götur upp í háskóla. Í dag eru allt aðrar og betri forsendur fyrir námi og leik sem hæfir hverjum og einum. Eitt af sérkennum okkar samfélags er almennur aðgangur barna að öflugum leikskólum og skólastarf fléttast nú í auknum mæli við fjölbreyttar frístundir, námsefni er innan seilingar á netinu og möguleikar á frumlegri framsetningu nemendaverkefna hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir eftir innreið stafrænnar tækni.Grunnurinn Börn þurfa að öðlast trú á eigin getu og færni til að leysa fjölbreytt verkefni. Því er mikilvægt að auka samstarf leikskóla og grunnskóla og efla grundvallarfærni barna í læsi og stærðfræði, sem ræður miklu um hvernig þeim vegnar í frekara námi og síðar á vinnumarkaði. Þar skiptir sköpum að beita snemmtækri íhlutun til að styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti. Við viljum líka bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna og hefja markvissa móðurmálskennslu sem styður við almennt nám þeirra, ekki síst í íslensku. En við þurfum líka að styrkja innra starfið með aukinni teymisvinnu kennara og annarra fagstétta við að sinna ólíkum þörfum barna, auka svigrúm kennara til að einbeita sér að kennslu og starfsþróun og skólastjórnenda til að veita faglega forystu.Skapandi skólastarf Getum við ímyndað okkur skólakerfi þar sem er ekki miðlæg námskrá eða námsefni sem öllum er gert að tileinka sér heldur viðfangsefni og markmið þar sem börn og ungmenni geta valið sér námsleiðir og námsefni sem kveikja áhuga þeirra og forvitni? Í slíku skólakerfi er hlutverk kennarans ekki síst að þjálfa gagnrýna hugsun, rökræður og fagleg vinnubrögð, benda á mismunandi leiðir að settu marki en umfram allt ýta undir frumkvæði nemenda og auka sjálfstraust. Það býr mikill sköpunarkraftur í íslenskum börnum og kennurum þeirra, leyfum honum að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Skólamál snerta kjarna jafnaðarstefnunnar því þar má skapa börnum jöfn tækifæri til að þroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er að draga fram styrkleika allra barna í skólastarfinu og skipuleggja nám þeirra og frístundastarf með hliðsjón af áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Þetta er leiðarljós í stefnu Samfylkingarinnar þar sem málefni barna eru í forgangi. Ég er alinn upp í skólakerfi þar sem svigrúm fyrir skapandi hugsun og frumkvæði var afar takmarkað allar götur upp í háskóla. Í dag eru allt aðrar og betri forsendur fyrir námi og leik sem hæfir hverjum og einum. Eitt af sérkennum okkar samfélags er almennur aðgangur barna að öflugum leikskólum og skólastarf fléttast nú í auknum mæli við fjölbreyttar frístundir, námsefni er innan seilingar á netinu og möguleikar á frumlegri framsetningu nemendaverkefna hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir eftir innreið stafrænnar tækni.Grunnurinn Börn þurfa að öðlast trú á eigin getu og færni til að leysa fjölbreytt verkefni. Því er mikilvægt að auka samstarf leikskóla og grunnskóla og efla grundvallarfærni barna í læsi og stærðfræði, sem ræður miklu um hvernig þeim vegnar í frekara námi og síðar á vinnumarkaði. Þar skiptir sköpum að beita snemmtækri íhlutun til að styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti. Við viljum líka bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna og hefja markvissa móðurmálskennslu sem styður við almennt nám þeirra, ekki síst í íslensku. En við þurfum líka að styrkja innra starfið með aukinni teymisvinnu kennara og annarra fagstétta við að sinna ólíkum þörfum barna, auka svigrúm kennara til að einbeita sér að kennslu og starfsþróun og skólastjórnenda til að veita faglega forystu.Skapandi skólastarf Getum við ímyndað okkur skólakerfi þar sem er ekki miðlæg námskrá eða námsefni sem öllum er gert að tileinka sér heldur viðfangsefni og markmið þar sem börn og ungmenni geta valið sér námsleiðir og námsefni sem kveikja áhuga þeirra og forvitni? Í slíku skólakerfi er hlutverk kennarans ekki síst að þjálfa gagnrýna hugsun, rökræður og fagleg vinnubrögð, benda á mismunandi leiðir að settu marki en umfram allt ýta undir frumkvæði nemenda og auka sjálfstraust. Það býr mikill sköpunarkraftur í íslenskum börnum og kennurum þeirra, leyfum honum að njóta sín.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar