Þau tilkynntu trúlofun sína á Twitter í gær eins og sjá má hér fyrir neðan. Þau voru þá stödd í Ástralíu þar sem Wozniacki er að undirbúa sig fyrir opna ástalska meistaramótið í tennis.
Wozniacki er dönsk en McIlroy er norður-írskur. Þau hafa bæði náð í fremstu röð í sínum íþróttagreinum en þau byrjuðu saman sumarið 2011, stuttu eftir að McIlroy vann sitt fyrsta stórmót í golfi.
Wozniacki var þá í efsta sæti heimslistans í tennis en hún hefur síðan þá dottið niður í tíunda sætið. McIlroy, sem hefur náð í efsta sæti heimslistans í golfi, er nú í sjötta sæti eftir erfitt tímabil í fyrra.
Happy New Year everyone! Rory and I started 2014 with a bang! ... I said YES!!!! pic.twitter.com/J7c2pXgsdC
— Caroline Wozniacki (@CaroWozniacki) December 31, 2013