Áskilja sér rétt til að stöðva gjaldheimtu við Geysi Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2014 18:28 Vísir/Stefán Lögmannsstofan Landslög hefur sent Landeigendafélags Geysis ehf. bréf þar sem fyrri mótmæli ríkisins og andstaða eru ítrekuð vegna ætlunar félagsins að innheimta gjald af ferðamönnum sem fara um svæðið. Landið innan girðingar er séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. „Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og landeigendafélagsins. Ríkið á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir í bréfinu að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs, né innheimt gjald vegna þess. „Félaginu sé jafnframt óheimilt, án samþykkis íslenska ríkisins, að takmarka umferð, innheimta gjald af ferðamönnum eða ráðast í framkvæmdir á því landi sem aðilar eiga í sameign.“ Þá segir að gjaldheimta myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. „Einnig hefur slík gjaldtaka ekki tíðkast á Íslandi til þessa og með vísan til ólögfestra reglna um sérstaka sameign sé sameigendum ríkisins því óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds af svæðinu án samþykkis ríkisins.“ „Geri landeigendur alvöru úr áformum sínum um gjaldtöku á svæðinu áskilji ríkissjóður sér allan rétt, sem sameigandi og einkaeigandi að spildu innan sameignarlandsins, til þess að stöðva slíka framkvæmd með aðstoð yfirvalda og dómstóla ef með þarf. Í bréfinu kemur fram að hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag þessa svæðis standi nú yfir. Þá standi jafnframt yfir vinna við gerð friðlýsingarskilmála fyrir svæðið í samræmi við náttúruverndaráætlun. Með hliðsjón af því að nokkur tími getur liðið þar til hægt verður að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu svæðisins af framangreindum ástæðum er því lýst yfir í bréfinu að ríkið sé tilbúið til að eiga viðræður við sameigendur sína um að ráðast í þær framkvæmdir á svæðinu sem nauðsynlegar eru til að tryggja frekari vernd þess með tilliti til þeirrar fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur á síðust árum. Þá sé ríkið jafnframt tilbúið að eiga viðræður við sameigendur um að ríkið kosti rekstur svæðisins. Í ljósi þeirra yfirlýsinga sameigenda ríkisins að landeigendur hafi borið mikinn kostnað af svæðinu er jafnframt í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði í hverju sá kostnaður sé fólginn og ástæðum þess að ríkinu hafi ekki verið gerð grein fyrir honum né farið fram á skiptingu þess kostnaðar. Ríkissjóður sé til viðræðu um þátttöku í greiðslu slíks kostnaðar.“ Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Lögmannsstofan Landslög hefur sent Landeigendafélags Geysis ehf. bréf þar sem fyrri mótmæli ríkisins og andstaða eru ítrekuð vegna ætlunar félagsins að innheimta gjald af ferðamönnum sem fara um svæðið. Landið innan girðingar er séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. „Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og landeigendafélagsins. Ríkið á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir í bréfinu að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs, né innheimt gjald vegna þess. „Félaginu sé jafnframt óheimilt, án samþykkis íslenska ríkisins, að takmarka umferð, innheimta gjald af ferðamönnum eða ráðast í framkvæmdir á því landi sem aðilar eiga í sameign.“ Þá segir að gjaldheimta myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. „Einnig hefur slík gjaldtaka ekki tíðkast á Íslandi til þessa og með vísan til ólögfestra reglna um sérstaka sameign sé sameigendum ríkisins því óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds af svæðinu án samþykkis ríkisins.“ „Geri landeigendur alvöru úr áformum sínum um gjaldtöku á svæðinu áskilji ríkissjóður sér allan rétt, sem sameigandi og einkaeigandi að spildu innan sameignarlandsins, til þess að stöðva slíka framkvæmd með aðstoð yfirvalda og dómstóla ef með þarf. Í bréfinu kemur fram að hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag þessa svæðis standi nú yfir. Þá standi jafnframt yfir vinna við gerð friðlýsingarskilmála fyrir svæðið í samræmi við náttúruverndaráætlun. Með hliðsjón af því að nokkur tími getur liðið þar til hægt verður að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu svæðisins af framangreindum ástæðum er því lýst yfir í bréfinu að ríkið sé tilbúið til að eiga viðræður við sameigendur sína um að ráðast í þær framkvæmdir á svæðinu sem nauðsynlegar eru til að tryggja frekari vernd þess með tilliti til þeirrar fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur á síðust árum. Þá sé ríkið jafnframt tilbúið að eiga viðræður við sameigendur um að ríkið kosti rekstur svæðisins. Í ljósi þeirra yfirlýsinga sameigenda ríkisins að landeigendur hafi borið mikinn kostnað af svæðinu er jafnframt í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði í hverju sá kostnaður sé fólginn og ástæðum þess að ríkinu hafi ekki verið gerð grein fyrir honum né farið fram á skiptingu þess kostnaðar. Ríkissjóður sé til viðræðu um þátttöku í greiðslu slíks kostnaðar.“
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira