Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 21:09 Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar. Loftslagsmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar.
Loftslagsmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira