Nýir fjárfestar í Kjarnanum Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2014 16:40 Frá undirskrift kaupanna. Aðsend mynd Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket, leiðir hóp fjárfesta sem keypt hafa hlutafé í vefmiðlinum Kjarnanum. Samkvæmt tilkynningu eru í hópnum fjárfestar sem hafa mikla reynslu af frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Hjálmar verður nýr stjórnarformaður Kjarnans. Með honum í stjórn eru þau Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. „Fyrst og fremst er Kjarninn afburðafjölmiðill. Á rétt rúmu ári hefur þessum hópi tekist að byggja upp öflugan, gagnrýninn og greinandi fjölmiðil og vörumerki sem fólk treystir. Við sjáum fjölmörg tækifæri til að byggja á þessum grunni, ekki síst í þeim breytingum sem bæði fjölmiðla- og auglýsingamarkaðurinn eru nú að ganga í gegnum,“ segir Hjálmar. „Því fylgir mikið frelsi og hagkvæmni að einbeita sér að stafrænni miðlun en vera ekki bundinn við ljósvaka- eða prentmiðla. Á sama tíma er íslenski markaðurinn frekar óþroskaður þegar kemur að netinu, sérstaklega hvað varðar auglýsingamiðlun. Ég hef sagt Kjarnateyminu það ítrekað í þessu ferli að ef ég væri að hugsa um að stofna fyrirtæki í dag yrði það líklega fjölmiðlafyrirtæki.“ Eigendur Kjarnans að hlutafjáraukningunni lokinni eru: Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar (13,7 prósent), Magnús Halldórsson (13,0 prósent), Þórður Snær Júlíusson (13,0 prósent), Ægir Þór Eysteinsson (11,5 prósent), Gísli Jóhann Eysteinsson (11,5 prósent), Hjalti Harðarson (11,5 prósent), HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar (8,1 prósent), Fagriskógur ehf., í eigu Stefáns Hrafnkelssonar (6,3 prósent), Ágúst Ólafur Ágústsson (5,0 prósent), Jónas Reynir Gunnarsson (3,2 prósent) og Birgir Þór Harðarson (3,2 prósent). Hjalti Harðarson, framkvæmdastjóri Kjarnans segir aðkomu fjárfestanna vera viðurkenningu á starfi stofnenda og starfsmanna Kjarnans. „Nú er Kjarninn loks að verða fullorðinn. Við hlökkum mikið til að byrja að vinna með Hjálmari og félögum. Aðkoma þeirra, þekking og reynsla gerir okkur kleift að sækja fram af miklum krafti næstu misserin og nýta þau fjölmörgu stafrænu tækifæri sem breytt neysla á fjölmiðum hefur leitt af sér.“ Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket, leiðir hóp fjárfesta sem keypt hafa hlutafé í vefmiðlinum Kjarnanum. Samkvæmt tilkynningu eru í hópnum fjárfestar sem hafa mikla reynslu af frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Hjálmar verður nýr stjórnarformaður Kjarnans. Með honum í stjórn eru þau Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. „Fyrst og fremst er Kjarninn afburðafjölmiðill. Á rétt rúmu ári hefur þessum hópi tekist að byggja upp öflugan, gagnrýninn og greinandi fjölmiðil og vörumerki sem fólk treystir. Við sjáum fjölmörg tækifæri til að byggja á þessum grunni, ekki síst í þeim breytingum sem bæði fjölmiðla- og auglýsingamarkaðurinn eru nú að ganga í gegnum,“ segir Hjálmar. „Því fylgir mikið frelsi og hagkvæmni að einbeita sér að stafrænni miðlun en vera ekki bundinn við ljósvaka- eða prentmiðla. Á sama tíma er íslenski markaðurinn frekar óþroskaður þegar kemur að netinu, sérstaklega hvað varðar auglýsingamiðlun. Ég hef sagt Kjarnateyminu það ítrekað í þessu ferli að ef ég væri að hugsa um að stofna fyrirtæki í dag yrði það líklega fjölmiðlafyrirtæki.“ Eigendur Kjarnans að hlutafjáraukningunni lokinni eru: Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar (13,7 prósent), Magnús Halldórsson (13,0 prósent), Þórður Snær Júlíusson (13,0 prósent), Ægir Þór Eysteinsson (11,5 prósent), Gísli Jóhann Eysteinsson (11,5 prósent), Hjalti Harðarson (11,5 prósent), HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar (8,1 prósent), Fagriskógur ehf., í eigu Stefáns Hrafnkelssonar (6,3 prósent), Ágúst Ólafur Ágústsson (5,0 prósent), Jónas Reynir Gunnarsson (3,2 prósent) og Birgir Þór Harðarson (3,2 prósent). Hjalti Harðarson, framkvæmdastjóri Kjarnans segir aðkomu fjárfestanna vera viðurkenningu á starfi stofnenda og starfsmanna Kjarnans. „Nú er Kjarninn loks að verða fullorðinn. Við hlökkum mikið til að byrja að vinna með Hjálmari og félögum. Aðkoma þeirra, þekking og reynsla gerir okkur kleift að sækja fram af miklum krafti næstu misserin og nýta þau fjölmörgu stafrænu tækifæri sem breytt neysla á fjölmiðum hefur leitt af sér.“
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira