Nýir fjárfestar í Kjarnanum Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2014 16:40 Frá undirskrift kaupanna. Aðsend mynd Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket, leiðir hóp fjárfesta sem keypt hafa hlutafé í vefmiðlinum Kjarnanum. Samkvæmt tilkynningu eru í hópnum fjárfestar sem hafa mikla reynslu af frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Hjálmar verður nýr stjórnarformaður Kjarnans. Með honum í stjórn eru þau Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. „Fyrst og fremst er Kjarninn afburðafjölmiðill. Á rétt rúmu ári hefur þessum hópi tekist að byggja upp öflugan, gagnrýninn og greinandi fjölmiðil og vörumerki sem fólk treystir. Við sjáum fjölmörg tækifæri til að byggja á þessum grunni, ekki síst í þeim breytingum sem bæði fjölmiðla- og auglýsingamarkaðurinn eru nú að ganga í gegnum,“ segir Hjálmar. „Því fylgir mikið frelsi og hagkvæmni að einbeita sér að stafrænni miðlun en vera ekki bundinn við ljósvaka- eða prentmiðla. Á sama tíma er íslenski markaðurinn frekar óþroskaður þegar kemur að netinu, sérstaklega hvað varðar auglýsingamiðlun. Ég hef sagt Kjarnateyminu það ítrekað í þessu ferli að ef ég væri að hugsa um að stofna fyrirtæki í dag yrði það líklega fjölmiðlafyrirtæki.“ Eigendur Kjarnans að hlutafjáraukningunni lokinni eru: Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar (13,7 prósent), Magnús Halldórsson (13,0 prósent), Þórður Snær Júlíusson (13,0 prósent), Ægir Þór Eysteinsson (11,5 prósent), Gísli Jóhann Eysteinsson (11,5 prósent), Hjalti Harðarson (11,5 prósent), HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar (8,1 prósent), Fagriskógur ehf., í eigu Stefáns Hrafnkelssonar (6,3 prósent), Ágúst Ólafur Ágústsson (5,0 prósent), Jónas Reynir Gunnarsson (3,2 prósent) og Birgir Þór Harðarson (3,2 prósent). Hjalti Harðarson, framkvæmdastjóri Kjarnans segir aðkomu fjárfestanna vera viðurkenningu á starfi stofnenda og starfsmanna Kjarnans. „Nú er Kjarninn loks að verða fullorðinn. Við hlökkum mikið til að byrja að vinna með Hjálmari og félögum. Aðkoma þeirra, þekking og reynsla gerir okkur kleift að sækja fram af miklum krafti næstu misserin og nýta þau fjölmörgu stafrænu tækifæri sem breytt neysla á fjölmiðum hefur leitt af sér.“ Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket, leiðir hóp fjárfesta sem keypt hafa hlutafé í vefmiðlinum Kjarnanum. Samkvæmt tilkynningu eru í hópnum fjárfestar sem hafa mikla reynslu af frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Hjálmar verður nýr stjórnarformaður Kjarnans. Með honum í stjórn eru þau Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. „Fyrst og fremst er Kjarninn afburðafjölmiðill. Á rétt rúmu ári hefur þessum hópi tekist að byggja upp öflugan, gagnrýninn og greinandi fjölmiðil og vörumerki sem fólk treystir. Við sjáum fjölmörg tækifæri til að byggja á þessum grunni, ekki síst í þeim breytingum sem bæði fjölmiðla- og auglýsingamarkaðurinn eru nú að ganga í gegnum,“ segir Hjálmar. „Því fylgir mikið frelsi og hagkvæmni að einbeita sér að stafrænni miðlun en vera ekki bundinn við ljósvaka- eða prentmiðla. Á sama tíma er íslenski markaðurinn frekar óþroskaður þegar kemur að netinu, sérstaklega hvað varðar auglýsingamiðlun. Ég hef sagt Kjarnateyminu það ítrekað í þessu ferli að ef ég væri að hugsa um að stofna fyrirtæki í dag yrði það líklega fjölmiðlafyrirtæki.“ Eigendur Kjarnans að hlutafjáraukningunni lokinni eru: Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar (13,7 prósent), Magnús Halldórsson (13,0 prósent), Þórður Snær Júlíusson (13,0 prósent), Ægir Þór Eysteinsson (11,5 prósent), Gísli Jóhann Eysteinsson (11,5 prósent), Hjalti Harðarson (11,5 prósent), HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar (8,1 prósent), Fagriskógur ehf., í eigu Stefáns Hrafnkelssonar (6,3 prósent), Ágúst Ólafur Ágústsson (5,0 prósent), Jónas Reynir Gunnarsson (3,2 prósent) og Birgir Þór Harðarson (3,2 prósent). Hjalti Harðarson, framkvæmdastjóri Kjarnans segir aðkomu fjárfestanna vera viðurkenningu á starfi stofnenda og starfsmanna Kjarnans. „Nú er Kjarninn loks að verða fullorðinn. Við hlökkum mikið til að byrja að vinna með Hjálmari og félögum. Aðkoma þeirra, þekking og reynsla gerir okkur kleift að sækja fram af miklum krafti næstu misserin og nýta þau fjölmörgu stafrænu tækifæri sem breytt neysla á fjölmiðum hefur leitt af sér.“
Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira