Enski boltinn

Rodgers hefur fundað með umboðsmanni Gerrard

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á blaðamannafundi á dögunum.
Félagarnir á blaðamannafundi á dögunum. Vísir/Getty
Brendan Rodgers hefur fundað með umboðsmanni Steven Gerrard og gert það ljóst að hann vilji halda Gerrard áfram hjá félaginu. Skilaboð Rodgers til eiganda Liverpool voru afar skýr; að halda Gerrard hjá félaginu.

„Ég útskýrði fyrir umboðsmanni Gerrard að ég vil að hann verði hluti af þessu sem við erum að gera hér," sagði Rodgers og hélt áfram: „Hann er frábær fyrirliði fyrir mig. Ég vil hafa hann áfram hér."

„Ég kom þessum skilaboðum til eigandanna. Ég er viss um að þeir muni halda áfram með málið með umboðsmanni Gerrard og vonandi ná samningum. Hann er einstakur leikmaður og einstök persóna."

Næst var Rodgers spurður út í spilamennskuna sem hefur verið vægast sagt döpur undanfarnar vikur.

„Þetta hefur ekki verið að ganga hjá okkur upp á síðkastið. Við munum halda áfram og vona að við fáum heppnina með okkur í lið á síðasta þriðjungnum."

„Ef þú getur ekki skorað mörk þá verðuru að forðast það að fá á þig mörk. Þangað til fyrsta markið kom í gær, þá vorum við mjög góðir varnarlega," sagði Norður-Írinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×