Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Jón Júlíus Karlsson skrifar 19. maí 2014 20:00 Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. Málþing með yfirskriftinni „Líknardauði - líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“ fór fram á Grand hóteli í dag. Slíkur var áhuginn á málþinginu að það varð að stækka ráðstefnusalinn til að rúma alla þá gesti sem mættu.Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, fagnar umræðu um líknardauða. „Þetta er mjög viðkvæm umræða og erfitt mál. Ég held að smæð samfélagsins geri það að verkum að þetta er erfitt. Ef einhver læknir tæki að sér slíkt verkefni þá er mjög erfitt að vera sá aðili í svona litlu samfélagi. Þetta er allt annar handleggur í Hollandi eða í milljóna samfélögum,“ segir Ingibjörg. Árið 2002 tóku í gildi lög í Hollandi sem kveða á um refsileysi verði læknir við ósk sjúklings um að stytta honum aldur. Mikill meirihluti Hollendinga er hlynntur líkardauða og líknardrápi.Jaap van der Spek, formaður landssambands eldri borgara í Hollandi, segir Íslendinga geta farið sömu leið og Hollendingar. „Ég vona að Íslendingar taki góða og opna umræð um málið. Kannski verði hægt að einu eða tveimur árum að finna lausn. Það er betra fyrir almenning og einnig lækna,“ segir van der Spek. Í könnun sem gerð var árið 2001 kom í ljós að meirihluti Íslendinga var hlynntur líknardauða. Um 46% var fylgjandi líknardauða en 33% andvígir. Ný könnun hefur ekki verið gerð síðan. Getur lítið samfélag líkt og Ísland lögleitt líknardauða? „Ég á bágt með að trúa því,“ segir Ingibjörg. „Við í svona litlu samfélagi gætum lögleitt að fólk fái aðstoð við að fremja sjálfsmorð, þar sem læknir ávísar lyfjum til að viðkomandi geti tekið eigið líf.“ Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. Málþing með yfirskriftinni „Líknardauði - líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“ fór fram á Grand hóteli í dag. Slíkur var áhuginn á málþinginu að það varð að stækka ráðstefnusalinn til að rúma alla þá gesti sem mættu.Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, fagnar umræðu um líknardauða. „Þetta er mjög viðkvæm umræða og erfitt mál. Ég held að smæð samfélagsins geri það að verkum að þetta er erfitt. Ef einhver læknir tæki að sér slíkt verkefni þá er mjög erfitt að vera sá aðili í svona litlu samfélagi. Þetta er allt annar handleggur í Hollandi eða í milljóna samfélögum,“ segir Ingibjörg. Árið 2002 tóku í gildi lög í Hollandi sem kveða á um refsileysi verði læknir við ósk sjúklings um að stytta honum aldur. Mikill meirihluti Hollendinga er hlynntur líkardauða og líknardrápi.Jaap van der Spek, formaður landssambands eldri borgara í Hollandi, segir Íslendinga geta farið sömu leið og Hollendingar. „Ég vona að Íslendingar taki góða og opna umræð um málið. Kannski verði hægt að einu eða tveimur árum að finna lausn. Það er betra fyrir almenning og einnig lækna,“ segir van der Spek. Í könnun sem gerð var árið 2001 kom í ljós að meirihluti Íslendinga var hlynntur líknardauða. Um 46% var fylgjandi líknardauða en 33% andvígir. Ný könnun hefur ekki verið gerð síðan. Getur lítið samfélag líkt og Ísland lögleitt líknardauða? „Ég á bágt með að trúa því,“ segir Ingibjörg. „Við í svona litlu samfélagi gætum lögleitt að fólk fái aðstoð við að fremja sjálfsmorð, þar sem læknir ávísar lyfjum til að viðkomandi geti tekið eigið líf.“
Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira