Viðskipti innlent

Óvíst hvort skýrslan um fall sparisjóðanna komi út í febrúar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011.
Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011.
Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011. Hún átti að skila af sér skýrslu níu mánuðum seinna. Nú, rúmum tveimur árum síðar er skýrslan ekki enn komin fram.

Forseti Alþingis sagði í viðtali við fréttastofu 365 í janúar að skýrsla rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna myndi vera kynnt í febrúar um 20 mánuðum seinna en áætlað var. Þá var kostnaður rannsóknarinnar komin í 560 milljónir króna.

„Það er stefnt að því að það verði hægt að gefa út skýrsluna í næsta mánuði, nákvæmlega hvenær treysti ég mér ekki til að segja,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, í samtali við Stöð 2, þann 15. janúar.

Í samtali við fréttastofu vildi Hrannar Már S. Hafberg, formaður nefndarinnar, ekki tjá sig um málið og það sama má segja um Bjarna Frímann Karlsson sem situr einnig í nefndinni.

Ekki náðist í Einar K. Guðfinnsson við vinnslu fréttarinnar.

Einar sagði í janúar að margar ástæður væru fyrir því að skil á skýrslunni hafi dregist svona úr hófi fram. Snemma hafi komið í ljós að verkið hafi verið mun viðameira en ætlað var í fyrstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×