Lífið

Williams allsgáður þegar hann svipti sig lífi

Atli Ísleifsson skrifar
Robin Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Good Will Hunting.
Robin Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Good Will Hunting. Vísir/AFP
Bandaríski leikarinn Robin Williams var ekki undir áhrifum fíkniefna eða áfengis þegar hann svipti sig lífi samkvæmt skýrslu dánardómstjóra.

Í skýrslunni segir að Williams hafi látist af völdum súrefnisskorts, en hann hengdi sig á heimili sínu í Kaliforníu þann 11. ágúst síðastliðinn.

Eiginkona Williams sá hann síðast þann 10. ágúst, en aðstoðarkona kom að honum látnum næsta dag.

Í frétt BBC kemur fram að Williams ræddi oft opinberlega um áfengis- og vímuefnavanda sinn, en í júlí hafði hann farið í meðferð til þess að halda sér allsgáðum.

Williams lék í fjölmörgum myndum á borð við Mrs Doubtfire, Good Morning Vietnam og Good Will Hunting.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×