

Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur.
Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji.
Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir.
Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn.
Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu.
Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti.
Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi.
Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins.