Innlent

Siggi hakkari játar brot sín

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Siggi hakkari játaði sök í öllum átján ákæruliðunum.
Siggi hakkari játaði sök í öllum átján ákæruliðunum. vísir/gva

Sigurður Ingi Þórðarson, oftast kallaður Siggi hakkari, breytti í Héraðsdómi Reykjaness í dag afstöðu til ákæru á hendur sér. Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. Hann játaði í dag sök í öllum átján ákæruliðunum en áður hafði hann játað brot sín í fjórum þeirra. Hann viðurkenndi jafnframt bótaskyldu sína en gerði athugasemdir við upphæðir þeirra.



Málið verður því dómtekið en ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp.



Brot Sigurðar eru talin nema yfir þrjátíu milljónum króna en hann er ákærður fyrir fjársvik, fjárdrátt og þjófnað.  Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram 2.desember og til stóð að Julian Assange, stofnandi Wikileaks bæri vitni.


Tengdar fréttir

Siggi hakkari mætti fyrir dóm

Fyrirtaka var í máli Sigurðar Inga Þórðarsonar, oft nefndur Siggi hakkari, í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þá lagði ákæruvaldið fram vitnalista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×