Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. nóvember 2014 15:19 Hér er Funahöfði 19, en þar eru herbergi til leigu á efri hæðinni. Húsið er í eigu félags sem er í eigu Stefán Kjærnested. Vísir/Pjetur „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa.“ Svona lýsir fyrrverandi leigjandi í Funahöfða 17a reynslu sinni. Fjallað var um herbergjaleigu í Funahöfða 17a og 19 í heimildarþættinum Brestir á mánudagskvöld. Sambærileg starfsemi fer fram í byggingum í Dalshrauni í Hafnarfirði og á Smiðjuvegi í Kópavogi. Allt eru þetta iðnaðarhúsnæði.Veikum vísað í Funahöfða Stór og fjölbreyttur hópur fólks leigir herbergi í þessum byggingu og það í gegnum í gegnum vefinn Leiguherbergi.is. Eignirnar eru skráðar á félög sem Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri yfir. Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. Þetta eru bæði núverandi og fyrrverandi leigjendur. Ung stúlka sem þjáðist af kvíða bjó í Funahöfða 17a í nokkra mánuði. Hún líkir herbergjaleigunni þar við neyðarskýli fyrir heimilislausa: „Nema ég var að eyða helmingnum af þeim litlu launum sem ég fékk í leigu og hitt fór í mat.“ „Ég er hvorki fíkill né á sakaskrá en ég þurfti að leita þangað. Ég fékk ekki að skoða herbergið fyrr en ég var búin að borga leigu og tryggingu. Á Leiguherbergi.is er öllu fögru lofað. Fyrstu helgina sem bjó í Funahöfða varð ég vitni af sprautufíkli sprauta sig, slagsmálum o.fl.“ Þá voru baðherbergin flest grútskítug og internetið, sem á að vera innifalið, virkaði ekki. „Mér var bent á að kaupa mitt eigið net,“ segir stúlkan en hún fullyrðir að félagsmálayfirvöld í Reykjavík hafi bent henni á Leiguherbergi.is. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kom fram að Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. „Þetta var ekki til að bæta mitt andlega ástand og fór ég snarversnandi við að búa þarna. Það er skammarlegt að Féló sé að benda fólki á svona mannskemmandi staði,“ stúlkan.Herbergi eru til leigu á efri hæðinni í Funahöfða 17a.Vísir/PjeturSyninum sparkað út án fyrirvaraMóðir drengs sem leigði í Dalshrauni 13 - einnig í gegnum Leiguherbergi.is - segir framkomu leigusala óboðlega. Hún greiddi leigu og tryggingu fyrir son sinn. Eftir stutta dvöl í Dalshrauni var drengnum vísað á dyr. „Þeim lá svo mikið á að losna við hann að það átti að henda dótinu hans út á götu og það á kostnað sonar míns. Hann átti ekki að fá tækifæri til að tæma húsnæðið,“ segir móðirin. „Við höfðum fengið upplýsingar frá lögreglu að þetta væri skásta húsnæðið á svæðinu.“ Eins og svo margir sem nýta sér þjónustu Leiguherbergi.is var sonurinn í neyslu á þessum tíma. Leigusalar í Dalshrauni fullyrtu að drengurinn hefði unnið skemmdir á slökkvitækjum. Móðirin segir það ekki vera útilokað. Það sé hinsvegar ótækt að leigusali fullyrðir eitthvað rakalaust „Það má vel vera að sonur minn hafi unnið til þess að vera hent út. En restin er ekki í lagi. Það er virkilega verið að nýta sér neyð fólks.“Leigjendur hræddir við að tjá skoðanir sínar„Maður talar ekki um aðbúnað, skítug herbergi og það sem gengur á þarna,“ segir kona sem bjó í Funahöfða 17a. „Einfaldlega vegna þess að maður er hræddur við að missa herbergið.“ Eins og kom fram í Brestum á mánudagskvöld vilja leigjendur sem minnst tjá sig um það sem fer fram í Funahöfða. Eftir að par samþykkti að sýna þáttastjórnendum herbergi sitt í Funahöfða 17a tók húsvörður til sinna ráða og stöðvaði viðtalið. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Leigjendur sem fréttastofa hefur rætt við frá því að þátturinn fór í loftið þekkja þessa tilfinningu. Þeir hafi sleppt því að ræða um aðbúnað, af ótta við að missa íbúðina eða fá ekki leigutryggingu sína til baka. „Þegar ég fékk herbergið afhent var það skítugt. Það fyrsta sem ég gerði var að þrífa það,“ segir maður sem bjó í Funahöfða á síðasta ári. „Þegar ég loks fór þaðan fékk ég innan við þriðjung af tryggingunni til baka, þó svo að herbergið hafi verið í betra ástandi en þegar ég tók við því.“ Ítrekað hefur verið reynt að ná í Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlants Holding og D-13 en félögin eru skráð fyrir eignum í Funahöfða, Dalshrauni og á Smiðjuvegi. Brestir Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20 Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
„Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa.“ Svona lýsir fyrrverandi leigjandi í Funahöfða 17a reynslu sinni. Fjallað var um herbergjaleigu í Funahöfða 17a og 19 í heimildarþættinum Brestir á mánudagskvöld. Sambærileg starfsemi fer fram í byggingum í Dalshrauni í Hafnarfirði og á Smiðjuvegi í Kópavogi. Allt eru þetta iðnaðarhúsnæði.Veikum vísað í Funahöfða Stór og fjölbreyttur hópur fólks leigir herbergi í þessum byggingu og það í gegnum í gegnum vefinn Leiguherbergi.is. Eignirnar eru skráðar á félög sem Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri yfir. Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. Þetta eru bæði núverandi og fyrrverandi leigjendur. Ung stúlka sem þjáðist af kvíða bjó í Funahöfða 17a í nokkra mánuði. Hún líkir herbergjaleigunni þar við neyðarskýli fyrir heimilislausa: „Nema ég var að eyða helmingnum af þeim litlu launum sem ég fékk í leigu og hitt fór í mat.“ „Ég er hvorki fíkill né á sakaskrá en ég þurfti að leita þangað. Ég fékk ekki að skoða herbergið fyrr en ég var búin að borga leigu og tryggingu. Á Leiguherbergi.is er öllu fögru lofað. Fyrstu helgina sem bjó í Funahöfða varð ég vitni af sprautufíkli sprauta sig, slagsmálum o.fl.“ Þá voru baðherbergin flest grútskítug og internetið, sem á að vera innifalið, virkaði ekki. „Mér var bent á að kaupa mitt eigið net,“ segir stúlkan en hún fullyrðir að félagsmálayfirvöld í Reykjavík hafi bent henni á Leiguherbergi.is. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kom fram að Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. „Þetta var ekki til að bæta mitt andlega ástand og fór ég snarversnandi við að búa þarna. Það er skammarlegt að Féló sé að benda fólki á svona mannskemmandi staði,“ stúlkan.Herbergi eru til leigu á efri hæðinni í Funahöfða 17a.Vísir/PjeturSyninum sparkað út án fyrirvaraMóðir drengs sem leigði í Dalshrauni 13 - einnig í gegnum Leiguherbergi.is - segir framkomu leigusala óboðlega. Hún greiddi leigu og tryggingu fyrir son sinn. Eftir stutta dvöl í Dalshrauni var drengnum vísað á dyr. „Þeim lá svo mikið á að losna við hann að það átti að henda dótinu hans út á götu og það á kostnað sonar míns. Hann átti ekki að fá tækifæri til að tæma húsnæðið,“ segir móðirin. „Við höfðum fengið upplýsingar frá lögreglu að þetta væri skásta húsnæðið á svæðinu.“ Eins og svo margir sem nýta sér þjónustu Leiguherbergi.is var sonurinn í neyslu á þessum tíma. Leigusalar í Dalshrauni fullyrtu að drengurinn hefði unnið skemmdir á slökkvitækjum. Móðirin segir það ekki vera útilokað. Það sé hinsvegar ótækt að leigusali fullyrðir eitthvað rakalaust „Það má vel vera að sonur minn hafi unnið til þess að vera hent út. En restin er ekki í lagi. Það er virkilega verið að nýta sér neyð fólks.“Leigjendur hræddir við að tjá skoðanir sínar„Maður talar ekki um aðbúnað, skítug herbergi og það sem gengur á þarna,“ segir kona sem bjó í Funahöfða 17a. „Einfaldlega vegna þess að maður er hræddur við að missa herbergið.“ Eins og kom fram í Brestum á mánudagskvöld vilja leigjendur sem minnst tjá sig um það sem fer fram í Funahöfða. Eftir að par samþykkti að sýna þáttastjórnendum herbergi sitt í Funahöfða 17a tók húsvörður til sinna ráða og stöðvaði viðtalið. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Leigjendur sem fréttastofa hefur rætt við frá því að þátturinn fór í loftið þekkja þessa tilfinningu. Þeir hafi sleppt því að ræða um aðbúnað, af ótta við að missa íbúðina eða fá ekki leigutryggingu sína til baka. „Þegar ég fékk herbergið afhent var það skítugt. Það fyrsta sem ég gerði var að þrífa það,“ segir maður sem bjó í Funahöfða á síðasta ári. „Þegar ég loks fór þaðan fékk ég innan við þriðjung af tryggingunni til baka, þó svo að herbergið hafi verið í betra ástandi en þegar ég tók við því.“ Ítrekað hefur verið reynt að ná í Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlants Holding og D-13 en félögin eru skráð fyrir eignum í Funahöfða, Dalshrauni og á Smiðjuvegi.
Brestir Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20 Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20
Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16