Juncker kynnir nýja fjárfestingaráætlun ESB Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2014 10:07 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti áætlunina á Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti í morgun nýja fjárfestingaráætlun Evrópusambandsins. Áætlað er að verja 315 milljörðum evra, jafnvirði um 48 þúsund milljarða króna, til styrktar evrópskum efnahag. Juncker kynnti meðal annars nýjan sjóð sem verður nýttur til að koma verkefnum af stað og fá fjárfesta til leggja til afgang fjár.Í frétt BBC kemur fram að vonir standi til að áætlunin muni taka þungan af ríkisstjórnum aðildarríkjanna, sem margar hverjar standa frammi fyrir miklum skuldum vegna fjármálakreppunnar. Juncker tók dæmi um verkefni sem hann vonaðist til að yrðu að veruleika með áætluninni. Nefndi hann meðal annars skólabörn í Þessalóníku sem gengju inn í glænýjar skólastofur með nýjum tölvum, evrópsk sjúkrahús þar sem mannslífum yrði bjargað með nýjum tækjum, franska vegfarendur sem myndu hlaða rafbíla sína á hraðbrautum á sama hátt og á bensínstöðum og heimili og fyrirtæki sem yrðu sparneytnari á orku. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti í morgun nýja fjárfestingaráætlun Evrópusambandsins. Áætlað er að verja 315 milljörðum evra, jafnvirði um 48 þúsund milljarða króna, til styrktar evrópskum efnahag. Juncker kynnti meðal annars nýjan sjóð sem verður nýttur til að koma verkefnum af stað og fá fjárfesta til leggja til afgang fjár.Í frétt BBC kemur fram að vonir standi til að áætlunin muni taka þungan af ríkisstjórnum aðildarríkjanna, sem margar hverjar standa frammi fyrir miklum skuldum vegna fjármálakreppunnar. Juncker tók dæmi um verkefni sem hann vonaðist til að yrðu að veruleika með áætluninni. Nefndi hann meðal annars skólabörn í Þessalóníku sem gengju inn í glænýjar skólastofur með nýjum tölvum, evrópsk sjúkrahús þar sem mannslífum yrði bjargað með nýjum tækjum, franska vegfarendur sem myndu hlaða rafbíla sína á hraðbrautum á sama hátt og á bensínstöðum og heimili og fyrirtæki sem yrðu sparneytnari á orku.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira