Vill leggja niður mannanafnanefnd:„Verðum að treysta fólki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2014 08:21 Óttarr Proppé er einn flutningsmanna frumvarpsins. vísir/pjetur „Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
„Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira