Telur nauðsynlegt að breyta reikniaðferð við úthlutun sæta í sveitarstjórn Randver Kári Randversson skrifar 4. júní 2014 15:46 Grétar Þór Eyþórsson telur að breyta þurfi aðferð við úthlutun sæta til framboða í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi gerðist það í þremur sveitarfélögum að hreinn meirihluti vannst í sveitarstjórn þrátt fyrir að viðkomandi framboð fengi minnihluta greiddra atkvæða. Á Akranesi hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fimm fulltrúa af níu í bæjarstórn með 41,3% fylgi. Sömu sögu er að segja frá Ísafjarðarbæ þar sem Í-listinn hlaut hreinan meirihluta, með fimm bæjarfulltrúa af níu, en 44% greiddra atkvæða að baki sér. Þá hlaut Framsóknarflokkurinn 45,4% greiddra atkvæða í Skagafirði, sem dugði fyrir fimm sveitarstjórnarfulltrúum af níu, og því hreinum meirihluta. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir reikniaðferðinni sem notast er við hér á landi við úthlutun sæta til framboðslista vera fyrst og fremst um að kenna. Hér á landi er notast við svokallaða d‘Hondts aðferð, sem er hagfelld stórum flokkum en óhagfelld litlum flokkum. Þannig getur það gerst ef dreifing atvæða er nógu mikil, að stór flokkur getur fengið hreinan meirihluta án þess að vera nálægt því að hafa meirihluta atkvæða. Grétar segir þetta hafa gerst áður í sveitarstjórnarkosningum hér á landi. Á síðustu öld hafi Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík nokkrum sinnum hlotið hreinan meirihluta út á minnihluta atkvæða og einnig Alþýðubandalagið á Neskaupstað. Ekki þurfi að fara lengra aftur í tímann til að finna slíkt dæmi en til kosninganna árið 2010 þegar L-listinn á Akureyri fékk hreinan meirihluta með 45% atkvæða. Í kosningunum í ár sé þessi tilhneiging óvenju áberandi en Grétar man ekki til þess að jafn mörg slík dæmi sé að finna frá fyrri kosningum. Grétar telur fulla ástæðu til að endurskoða aðferðina sem notuð er við skiptingu fulltrúa til framboðslista í sveitarstjórnarkosningum. „Við höfum ekki fengið svona stóran skammt af þessu áður í kosningum. Við höfum dæmin fyrir framan okkur. Það er eindregið mín skoðun að þessu þurfi að breyta. Þetta er bara afskræming á lýðræðinu að svona lagað geti yfirleitt komið upp,“ segir Grétar. Hann bendir á að aðrar reiknireglur séu til sem geti komið í veg fyrir slíka niðurstöðu. Til að mynda noti Svíar aðferð sem er hagfelldari fyrir litla flokka og geri stórum flokkum erfiðara að fá hreinan meirihluta. Hefði sú aðferð verið notuð í sveitarfélögunum þremur hefði ekki orðið hreinn meirihluti í neinu tilfelli. Grétar segir ekki mikla umræðu hafa farið fram um að endurskoða þessa reikniaðferð og bendir á að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki haft mikinn hvata til þess að taka þessi mál upp, þar sem þeir hafi í gegnum tíðina getað hagnast á þessu fyrirkomulagi. Að þessu sinni sé enginn einn flokkur að hagnast á þessu heldur nokkrir. Það verði að reyna að stuðla að eðlilegri skiptingu kjörinna fulltrúa miðað við atkvæðamagn og núverandi fyrirkomulag sé ekki verjandi. „Því þetta er auðvitað engan veginn eðlilegt, að þú fáir 60% fulltrúa út á 40% atkvæða.“ Hann segir það ekki flókið að breyta þessu, einungis þurfi að breyta orðalagi á 85. grein laga um kosningar til sveitarstjórna frá 1998. Hann telur nauðsynlegt að gera þessar breytingar fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Þetta kallar á lagabreytingu en það er í sjálfu sér ekkert stórflókið atriði. Það þarf bara að taka umræðuna um þetta. Þetta á ekki að þurfa að vera neitt stórmál, þetta er í rauninni bara sjálfsagt mál.“Aðrar aðferðir koma í veg fyrir þettaÝmsar aðrar aðferðir eru til við úthlutun sæta til framboðslista og er til að mynda notuð önnur aðferð í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Grétar nefnir sérstaklega aðferðina sem notuð er á Norðurlöndum, sem kölluð er Norrænn Lagüe, og telur að hún myndi henta vel hér á landi til að koma í veg fyrir að stórir flokkar fái meirihluta úthlutaðra sæta án þess að fá meirihluta atkvæða. Vísir fékk Þorkel Helgason stærðfræðing til að reikna út skiptingu fulltrúa í sveitarfélögunum þremur eftir sex mismunandi reikniaðferðum sem þekktar eru, þar á meðal reglu d‘Hondts og Norrænan Lagüe. Regla d‘Hondts sker sig úr að því leyti að það er eina aðferðin sem skilar hreinum meirihluta eftir úrslitunum í öllum sveitarfélögunum þremur. Aftur á móti kemur Norrænn Lagüe í veg fyrir slíka niðurstöðu í öllum tilfellum.Hefði einhver önnur af hinum reikniaðferðunum fimm verið notuð hefðu sjálfstæðismenn á Akranesi ekki fengið hreinan meirihluta. Fyrsti maður vinstri grænna hefði komist inn í stað fimmta fulltrúa sjálfstæðismanna.Það sama er uppi á teningnum í Ísafjarðarbæ en þar hefði fyrsti maður Bjartrar framtíðar komist inn í stað fimmta manns Í-listans, samkvæmt öllum aðferðum nema d‘Hondt.Í Skagafirði eru tvær reikniaðferðir, d‘Hondt og Imperiale, sem skila fimmta manni Framsóknarflokksins en hinar koma í veg fyrir það og hefðu þess í stað tryggt Sjálfstæðisflokknum þriðja sveitarstjórnarfulltrúann. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi gerðist það í þremur sveitarfélögum að hreinn meirihluti vannst í sveitarstjórn þrátt fyrir að viðkomandi framboð fengi minnihluta greiddra atkvæða. Á Akranesi hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fimm fulltrúa af níu í bæjarstórn með 41,3% fylgi. Sömu sögu er að segja frá Ísafjarðarbæ þar sem Í-listinn hlaut hreinan meirihluta, með fimm bæjarfulltrúa af níu, en 44% greiddra atkvæða að baki sér. Þá hlaut Framsóknarflokkurinn 45,4% greiddra atkvæða í Skagafirði, sem dugði fyrir fimm sveitarstjórnarfulltrúum af níu, og því hreinum meirihluta. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir reikniaðferðinni sem notast er við hér á landi við úthlutun sæta til framboðslista vera fyrst og fremst um að kenna. Hér á landi er notast við svokallaða d‘Hondts aðferð, sem er hagfelld stórum flokkum en óhagfelld litlum flokkum. Þannig getur það gerst ef dreifing atvæða er nógu mikil, að stór flokkur getur fengið hreinan meirihluta án þess að vera nálægt því að hafa meirihluta atkvæða. Grétar segir þetta hafa gerst áður í sveitarstjórnarkosningum hér á landi. Á síðustu öld hafi Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík nokkrum sinnum hlotið hreinan meirihluta út á minnihluta atkvæða og einnig Alþýðubandalagið á Neskaupstað. Ekki þurfi að fara lengra aftur í tímann til að finna slíkt dæmi en til kosninganna árið 2010 þegar L-listinn á Akureyri fékk hreinan meirihluta með 45% atkvæða. Í kosningunum í ár sé þessi tilhneiging óvenju áberandi en Grétar man ekki til þess að jafn mörg slík dæmi sé að finna frá fyrri kosningum. Grétar telur fulla ástæðu til að endurskoða aðferðina sem notuð er við skiptingu fulltrúa til framboðslista í sveitarstjórnarkosningum. „Við höfum ekki fengið svona stóran skammt af þessu áður í kosningum. Við höfum dæmin fyrir framan okkur. Það er eindregið mín skoðun að þessu þurfi að breyta. Þetta er bara afskræming á lýðræðinu að svona lagað geti yfirleitt komið upp,“ segir Grétar. Hann bendir á að aðrar reiknireglur séu til sem geti komið í veg fyrir slíka niðurstöðu. Til að mynda noti Svíar aðferð sem er hagfelldari fyrir litla flokka og geri stórum flokkum erfiðara að fá hreinan meirihluta. Hefði sú aðferð verið notuð í sveitarfélögunum þremur hefði ekki orðið hreinn meirihluti í neinu tilfelli. Grétar segir ekki mikla umræðu hafa farið fram um að endurskoða þessa reikniaðferð og bendir á að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki haft mikinn hvata til þess að taka þessi mál upp, þar sem þeir hafi í gegnum tíðina getað hagnast á þessu fyrirkomulagi. Að þessu sinni sé enginn einn flokkur að hagnast á þessu heldur nokkrir. Það verði að reyna að stuðla að eðlilegri skiptingu kjörinna fulltrúa miðað við atkvæðamagn og núverandi fyrirkomulag sé ekki verjandi. „Því þetta er auðvitað engan veginn eðlilegt, að þú fáir 60% fulltrúa út á 40% atkvæða.“ Hann segir það ekki flókið að breyta þessu, einungis þurfi að breyta orðalagi á 85. grein laga um kosningar til sveitarstjórna frá 1998. Hann telur nauðsynlegt að gera þessar breytingar fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Þetta kallar á lagabreytingu en það er í sjálfu sér ekkert stórflókið atriði. Það þarf bara að taka umræðuna um þetta. Þetta á ekki að þurfa að vera neitt stórmál, þetta er í rauninni bara sjálfsagt mál.“Aðrar aðferðir koma í veg fyrir þettaÝmsar aðrar aðferðir eru til við úthlutun sæta til framboðslista og er til að mynda notuð önnur aðferð í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Grétar nefnir sérstaklega aðferðina sem notuð er á Norðurlöndum, sem kölluð er Norrænn Lagüe, og telur að hún myndi henta vel hér á landi til að koma í veg fyrir að stórir flokkar fái meirihluta úthlutaðra sæta án þess að fá meirihluta atkvæða. Vísir fékk Þorkel Helgason stærðfræðing til að reikna út skiptingu fulltrúa í sveitarfélögunum þremur eftir sex mismunandi reikniaðferðum sem þekktar eru, þar á meðal reglu d‘Hondts og Norrænan Lagüe. Regla d‘Hondts sker sig úr að því leyti að það er eina aðferðin sem skilar hreinum meirihluta eftir úrslitunum í öllum sveitarfélögunum þremur. Aftur á móti kemur Norrænn Lagüe í veg fyrir slíka niðurstöðu í öllum tilfellum.Hefði einhver önnur af hinum reikniaðferðunum fimm verið notuð hefðu sjálfstæðismenn á Akranesi ekki fengið hreinan meirihluta. Fyrsti maður vinstri grænna hefði komist inn í stað fimmta fulltrúa sjálfstæðismanna.Það sama er uppi á teningnum í Ísafjarðarbæ en þar hefði fyrsti maður Bjartrar framtíðar komist inn í stað fimmta manns Í-listans, samkvæmt öllum aðferðum nema d‘Hondt.Í Skagafirði eru tvær reikniaðferðir, d‘Hondt og Imperiale, sem skila fimmta manni Framsóknarflokksins en hinar koma í veg fyrir það og hefðu þess í stað tryggt Sjálfstæðisflokknum þriðja sveitarstjórnarfulltrúann.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira