Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 11:40 VISIR/AFP Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira