Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 11:40 VISIR/AFP Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína. Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Mikill viðbúnaður er í Peking, höfuðborg Kína, einkum við Torg hins himneska friðar, en þess er minnst í dag að aldarfjórðungur er liðinn frá því herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Atburðurinn vakti heimsathygli og talið er að þúsundir mótmælenda hafi látið lífið þegar herinn hleypti af skotum inn í mannfjöldann sem taldi um 100.000 manns. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna á torginu, erlendum blaðamönnum vísað frá og þeir sem átt hafa leið um torgið krafnir um skilríki og á þeim leitað.Tugir aðgerðasinna, 66 samkvæmt tölum frá Amnesty International, hafa verið hnepptir í varðhald, settir í stofufangelsi eða yfirheyrðir af kínversku lögreglunni á undanförnum vikum fyrir viðleitni sína til að minnast þeirra föllnu. Torgið hefur nokkrum sinnum verið rýmt en það er yfirleitt fullt af ferðamönnum flesta daga ársins. Þá hefur verið hert á ritskoðun á netinu og hægt á hraða þess. Vefsíðum sem minnast atburðanna fyrir aldarfjórðungi hefur verið lokað og á liðnum árum hefur markvisst verið unnið í því að afmá atburðina úr sagnaminni Kínverja. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda harkalega í aðdraganda tímamótanna. „Aðdragandinn að 25 ára minningardegi atburðanna á Torgi hins himneska friðar var mikilvæg prófraun fyrir Xi Jinping, forseta Kína og yfirlýsingar hans um opnara samfélag. En Xi kaus kúgun fram yfir umbætur“, segir Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International með annars og bætir við að ljóst sé að krafa mótmælendanna fyrir aldarfjórðungi síðan eigi jafnvel við í dag og þá.Unnur hefur farið 33 sinnum með hópa Íslendinga til Kína.Fáir Kínverjar þekkja til atburðanna Unnur Guðjónsdóttir var á Torgi hins himneska árið 1991, tveimur árum eftir mótmæli námsmannanna. Í samtali við Vísi segir hún að kínversk stjórnvöld hafi fylgst grannt með þeim sem lögðu leið sína um torgið á þeim árum og séð hafi verið til þess að mótmælanna yrði ekki minnst með neinum hætti. „Það var eiginlega svolítið fyndið,“ segir Unnur, „að allt umhvefis torgið voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem þóttust vera að gróðursetja blóm. Þeir hefðu sprottið fram ef einhverjum hefði dottið í hug að minnast á atburðina tveimur árum áður“. Unnur fer sem fararstjóri með hóp Íslendinga til Kína á morgun og er fyrirhugað að koma við í Peking undir lok ferðarinnar. Fyrsti áfangastaður ferðalanganna er í Sjanghæ en Unnur segir að Kínverjar, jafnvel í stórborgum eins og Sjanghæ, séu lítið meðvitaðir um atburðina fyrir 25 árum síðan. „Ætli það sé ekki bara fólkið í nálægð við Peking og torgið sem yfirhöfuð man eftir atburðunum,“ segir Unnur. „Það er svo gífurleg ritskoðun í Kína, upplýsingar berast ekki langt og er Kína í raun mörg lokuð svæði útaf fyrir sig“. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórðungi síðar og krefjast mannréttindasamtök þess að slíkt verði gert. Að mati Amnesty International er einnig nauðsynlegt að fram fari óháð rannsókn á atburðunum og að þeir dregnir til ábyrgðar sem brutu á mannréttinum kínversku námsmannanna sem mótmæltu daginn örlagaríka fyrir aldarfjórðungi síðan. Stöðva þurfi árásir og ofsóknir gegn þeim sem vilja minnast mótmælanna árið 1989 eða ræða þau opinberlega, og þeim sem vilja almennt nýta sér tjáningar- og félagafrelsi í Kína.
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira