Innlent

Salmann kærir líflátshótanir

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Salman Tamimi með kæruna hjá lögreglunni í dag.
Salman Tamimi með kæruna hjá lögreglunni í dag. Vísir/GVA
Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, lagði í morgun fram kæru til lögreglunnar vegna hatursfullra ummæla sem féllu í athugasemdakerfi Vísis.

Frétt sem Vísir birti 1. júní, undir fyrirsögninni „Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi“ vakti mikla athygli og umræða og athugasemdir hrönnuðust inn á athugasemdakerfi fréttavefsins. Sum þeirra ummæla voru mjög harkaleg og beindust að Salmann og Sverri Agnarssyni formanni Félags múslima á Íslandi.

Meðal annars var um að ræða líflátshótanir.

Salmann sagðist í samtali við Vísi þó ekkert of bjartsýnn á að lögreglan taki kæru hans föstum tökum, því ekkert væri að frétta af kæru sem tók til þess er einhverjir tóku sig til og dreifðu svínshausum á umrædda lóð sem múslimum hafði verið úthlutað af borgaryfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×