Hátískuheimurinn lofar fatnað úr laxaroði Kristjana Arnarsdóttir skrifar 4. júní 2014 11:30 Fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson hlaut hæstu úthlutun úr hönnunarsjóði í gær en styrkurinn hljóðar upp á 2,5 milljónir. „Ég mun nota styrkinn í það að þróa línuna enn lengra. Ég hef verið að vinna með laxaroð og þeirri vinnu hefur verið mjög vel tekið. Við munum því halda áfram með þessa vinnu og ætlum að setja enn meiri fókus á íslensk og vistvæn hráefni,“ segir fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson sem hlaut hæstu úthlutun, 2,5 milljónir, úr hönnunarsjóði í gær. Bóas hannaði tvær línur í fyrra undir merkinu KARBON by Bóas Kristjánsson og vakti merkið þó nokkra athygli erlendis. „Ég hef mikið verið að vinna með vistvæna textíla. Það var því ákveðin tilraun að sjá hvernig þetta myndi leggjast í hátískuheiminn, þar sem búðirnar eru allar hálfgerð listagallerí og vörurnar mjög dýrar,“ segir Bóas og bendir á að hann sé sá eini í heiminum sem notar þessi hráefni í hönnun á fatnaði.Herraskyrta úr laxaroði.„Það er alltaf áhætta að mæta með eitthvað sem enginn hefur áður séð. Laxaroð hefur kannski verið notað í töskur og skó en nú býð ég fólki að klæðast efninu. Þessu hefur þó verið tekið alveg svakalega vel og fötin úr þessu hráefni eru mest selda varan okkar.“ Bóas hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann heldur á tískuvikuna í París í lok þessa mánaðar. „Ég ætla að fara og hitta á fólk sem ég verslaði við í fyrra og viðhalda tengslunum við þær búðir sem við erum í samstarfi við. Á svona tískuvikum kynnist maður einnig fólki alls staðar að úr heiminum og myndar ný tengsl.“ Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég mun nota styrkinn í það að þróa línuna enn lengra. Ég hef verið að vinna með laxaroð og þeirri vinnu hefur verið mjög vel tekið. Við munum því halda áfram með þessa vinnu og ætlum að setja enn meiri fókus á íslensk og vistvæn hráefni,“ segir fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson sem hlaut hæstu úthlutun, 2,5 milljónir, úr hönnunarsjóði í gær. Bóas hannaði tvær línur í fyrra undir merkinu KARBON by Bóas Kristjánsson og vakti merkið þó nokkra athygli erlendis. „Ég hef mikið verið að vinna með vistvæna textíla. Það var því ákveðin tilraun að sjá hvernig þetta myndi leggjast í hátískuheiminn, þar sem búðirnar eru allar hálfgerð listagallerí og vörurnar mjög dýrar,“ segir Bóas og bendir á að hann sé sá eini í heiminum sem notar þessi hráefni í hönnun á fatnaði.Herraskyrta úr laxaroði.„Það er alltaf áhætta að mæta með eitthvað sem enginn hefur áður séð. Laxaroð hefur kannski verið notað í töskur og skó en nú býð ég fólki að klæðast efninu. Þessu hefur þó verið tekið alveg svakalega vel og fötin úr þessu hráefni eru mest selda varan okkar.“ Bóas hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann heldur á tískuvikuna í París í lok þessa mánaðar. „Ég ætla að fara og hitta á fólk sem ég verslaði við í fyrra og viðhalda tengslunum við þær búðir sem við erum í samstarfi við. Á svona tískuvikum kynnist maður einnig fólki alls staðar að úr heiminum og myndar ný tengsl.“
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira