„Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2014 18:29 Vísir/Pjetur Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Hann segir það geta styrkt réttarstöðu lögreglunnar í að takast á við ólöglega spilastarfsemi og að frumvarpið skapi grundvöll til að ræða málið á skynsamlegum og vitrænum nótum. „Megin markmiðið með þessu frumvarpi er að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra,“ segir Willum Þór í fréttum Bylgjunnar klukkan fimm. „Þannig er að hingað til þá hefur öll svona starfsemi verið háð sérleyfum. Happadrætti, Lottó, söfnunarkassar og svo framvegis. Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar sem að eru ólöglegir og tilgangurinn meðal annars er að uppræta slíka starfsemi.“ Annað markmið frumvarpsins er að bregðast við aukinn eftirspurn í ferðaþjónustu. „Við tölum oft um það að hér þurfi að skapa afþreyingu og þjónustu við ferðamenn og sækja ferðamenn sem skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu. Þetta er starfsemi sem myndi fella þau skilyrði.“ Aðspurður hvort hann telji að frumvarpið muni fara í gegnum Alþingi segir Willum: „Já ég hef trú á því. Allavega myndi þetta skapa þroskaða umræðu. Mér finnst við svolítið hafa verið með hausinn í sandinum með þetta og lokað augunum fyrir því að hér þrífist ólögleg spilastarfsemi.“ Frumvarpið tekur mið af dönskum lögum. „Þeirra reynsla af slíkri starfsemi hefur verið mjög góð og þetta hefur skapað tekjur og störf. Ég á von á því að þetta muni falla í góðan jarðveg,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Hann segir það geta styrkt réttarstöðu lögreglunnar í að takast á við ólöglega spilastarfsemi og að frumvarpið skapi grundvöll til að ræða málið á skynsamlegum og vitrænum nótum. „Megin markmiðið með þessu frumvarpi er að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra,“ segir Willum Þór í fréttum Bylgjunnar klukkan fimm. „Þannig er að hingað til þá hefur öll svona starfsemi verið háð sérleyfum. Happadrætti, Lottó, söfnunarkassar og svo framvegis. Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar sem að eru ólöglegir og tilgangurinn meðal annars er að uppræta slíka starfsemi.“ Annað markmið frumvarpsins er að bregðast við aukinn eftirspurn í ferðaþjónustu. „Við tölum oft um það að hér þurfi að skapa afþreyingu og þjónustu við ferðamenn og sækja ferðamenn sem skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu. Þetta er starfsemi sem myndi fella þau skilyrði.“ Aðspurður hvort hann telji að frumvarpið muni fara í gegnum Alþingi segir Willum: „Já ég hef trú á því. Allavega myndi þetta skapa þroskaða umræðu. Mér finnst við svolítið hafa verið með hausinn í sandinum með þetta og lokað augunum fyrir því að hér þrífist ólögleg spilastarfsemi.“ Frumvarpið tekur mið af dönskum lögum. „Þeirra reynsla af slíkri starfsemi hefur verið mjög góð og þetta hefur skapað tekjur og störf. Ég á von á því að þetta muni falla í góðan jarðveg,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira