Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 18:47 Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. Í ákærunni kemur fram að Gunnar sé sakaður um að hafa á árunum 2007 til 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu, sem kallast LÖKE, og skoðað þar upplýsingar um konurnar án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konurnar. Hins vegar er hann sakaður um að hafa í ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, nafn og lýsingu á þrettán ára gömul dreng, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Lögmaður Gunnars, Garðar Steinn Ólafsson, segir að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi hingað til verið byggð á ósannindum. Hann telur ljóst af ákæruliðunum að dæma að málið fjalli um samræður á milli vina þar sem ekkert sé að finna um deilingu upplýsinga um þolendur kynferðisafbrota, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Hann segir að þó að mennirnir hafi verið handteknir vegna umræðuhóps á Facebook hafi ekki fundist þar neinar upplýsingar um konurnar sem hægt sé að rekja til upplýsingakerfis lögreglunnar. Garðar Steinn segir að þrettán ára gamli drengurinn, sem um ræðir í seinni ákæruliðnum, hafi skallað lögreglumanninn þegar hann hafði afskipti af honum í starfi sínu, og að hann hafi rætt það við félaga sinn á Facebook. „Viðkomandi er nafgreindur í þessum samræðum og þá má vissulega deila um hvort það eigi við eða ekki. Umbjóðandi minn lætur þó ekki í ljós neinar upplýsingar úr LÖKE, það kemur ekki fram hvort viðkomandi hafi haft réttarstöðu grunaðs manns, vitnis eða annars í lögreglumáli og það er ekkert lögreglumál nefnt í þessu samhengi,“ segir hann. Upphaflega voru þrír menn með réttarstöðu sakbornings í málinu, lögreglumaðurinn, starfsmaður símfyrirtækisins NOVA og lögmaður. Mál á hinna síðarnefndu voru felld niður og hyggjast þeir leita réttar síns. Mál lögreglumannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. ágúst næstkomandi, en farið hefur verið fram á að þinghald verði lokað. Tengdar fréttir Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. Í ákærunni kemur fram að Gunnar sé sakaður um að hafa á árunum 2007 til 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu, sem kallast LÖKE, og skoðað þar upplýsingar um konurnar án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konurnar. Hins vegar er hann sakaður um að hafa í ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, nafn og lýsingu á þrettán ára gömul dreng, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Lögmaður Gunnars, Garðar Steinn Ólafsson, segir að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi hingað til verið byggð á ósannindum. Hann telur ljóst af ákæruliðunum að dæma að málið fjalli um samræður á milli vina þar sem ekkert sé að finna um deilingu upplýsinga um þolendur kynferðisafbrota, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Hann segir að þó að mennirnir hafi verið handteknir vegna umræðuhóps á Facebook hafi ekki fundist þar neinar upplýsingar um konurnar sem hægt sé að rekja til upplýsingakerfis lögreglunnar. Garðar Steinn segir að þrettán ára gamli drengurinn, sem um ræðir í seinni ákæruliðnum, hafi skallað lögreglumanninn þegar hann hafði afskipti af honum í starfi sínu, og að hann hafi rætt það við félaga sinn á Facebook. „Viðkomandi er nafgreindur í þessum samræðum og þá má vissulega deila um hvort það eigi við eða ekki. Umbjóðandi minn lætur þó ekki í ljós neinar upplýsingar úr LÖKE, það kemur ekki fram hvort viðkomandi hafi haft réttarstöðu grunaðs manns, vitnis eða annars í lögreglumáli og það er ekkert lögreglumál nefnt í þessu samhengi,“ segir hann. Upphaflega voru þrír menn með réttarstöðu sakbornings í málinu, lögreglumaðurinn, starfsmaður símfyrirtækisins NOVA og lögmaður. Mál á hinna síðarnefndu voru felld niður og hyggjast þeir leita réttar síns. Mál lögreglumannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. ágúst næstkomandi, en farið hefur verið fram á að þinghald verði lokað.
Tengdar fréttir Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44