Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Um næstu mánaðamót fer vetrardagskrá Ríkisútvarpsins í loftið. Bænastundir kvölds og morgna falla þá niður en þeirra í stað kemur nýr þáttur á sunnudagskvöldum. Fréttablaðið/GVA Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta að útvarpa morgunbæn, morgunandakt og Orði kvöldsins á Rás 1 frá og með 28. ágúst næstkomandi líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Mér líst afar illa á þetta. Ég efast ekki um að fólk á eftir að sakna þessara dagkrárliða,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hann segir ekkert koma í staðinn fyrir bænahald. Fólki á öllum aldri hafi þótt gott að byrja daginn á að hlusta á morgunbæn og sömuleiðis að ljúka deginum með því að hlusta á Orð kvöldsins. Hjálmar segist líta svo á að bænirnar séu ákveðin þjónusta við fólkið í landinu.Þröstur HelgasonJóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að eldra fólk sé dyggustu hlustendur Rásar eitt. „Það er ósvinna að taka bænirnar af dagskránni. Fólk hlustar á Rás eitt, þar á meðal bænirnar,“ segir Jóna Valgerður. „Ég vona að biskupinn og prestar landsins mótmæli þessari ákvörðun og það verði hætt við hana,“ segir Jóna Valgerður. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar eitt, segir að um næstu mánaðamót fari vetrardagskrá RÚV í loftið og þá verði nokkrar breytingar.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir„Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrárframsetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni,“ segir hann. Á meðal dagskrárliða sem falli út séu áðurnefndir bænaþættir en í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fjallað verður um trú, menningu og samfélag. „Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hafa orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú,“ segir Þröstur. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hafi verið afar lítil. Þröstur segir að samhliða breytingunum verði bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fari í loftið í haust og þannig verði fjöldi bæna gerður aðgengilegur fyrir almenning. Tengdar fréttir Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta að útvarpa morgunbæn, morgunandakt og Orði kvöldsins á Rás 1 frá og með 28. ágúst næstkomandi líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Mér líst afar illa á þetta. Ég efast ekki um að fólk á eftir að sakna þessara dagkrárliða,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hann segir ekkert koma í staðinn fyrir bænahald. Fólki á öllum aldri hafi þótt gott að byrja daginn á að hlusta á morgunbæn og sömuleiðis að ljúka deginum með því að hlusta á Orð kvöldsins. Hjálmar segist líta svo á að bænirnar séu ákveðin þjónusta við fólkið í landinu.Þröstur HelgasonJóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að eldra fólk sé dyggustu hlustendur Rásar eitt. „Það er ósvinna að taka bænirnar af dagskránni. Fólk hlustar á Rás eitt, þar á meðal bænirnar,“ segir Jóna Valgerður. „Ég vona að biskupinn og prestar landsins mótmæli þessari ákvörðun og það verði hætt við hana,“ segir Jóna Valgerður. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar eitt, segir að um næstu mánaðamót fari vetrardagskrá RÚV í loftið og þá verði nokkrar breytingar.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir„Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrárframsetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni,“ segir hann. Á meðal dagskrárliða sem falli út séu áðurnefndir bænaþættir en í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fjallað verður um trú, menningu og samfélag. „Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hafa orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú,“ segir Þröstur. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hafi verið afar lítil. Þröstur segir að samhliða breytingunum verði bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fari í loftið í haust og þannig verði fjöldi bæna gerður aðgengilegur fyrir almenning.
Tengdar fréttir Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30