Nemendur Hraðbrautar fá skólagjöldin endurgreidd Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2014 12:30 vísir/stefán Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum. Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum.
Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56
Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38