Nemendur Hraðbrautar fá skólagjöldin endurgreidd Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2014 12:30 vísir/stefán Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum. Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum.
Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56
Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38