Bestu stundir Robin Williams Álfrún Pálsdóttir og Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2014 08:36 Robin Williams hefur átt farsælan feril á hvíta tjaldinu. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992. Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992.
Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22
Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42