Bestu stundir Robin Williams Álfrún Pálsdóttir og Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2014 08:36 Robin Williams hefur átt farsælan feril á hvíta tjaldinu. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992. Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992.
Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22
Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42