Agi og óvinsælar ákvarðanir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. ágúst 2014 06:00 Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar