Enski boltinn

Lovren kominn til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Liverpool hefur fest kaup á varnarmanninum Dejan Lovren frá Southampton fyrir 20 milljónir punda, jafnvirði 3,9 milljarða króna.

Þetta eru fimmtu kaup Liverpool í sumar en þessi 25 ára Króati gerði fjögurra ára samning við félagið. Brendan Rodgers hefur nú keypt þrjá leikmenn frá Southampton í sumar en hinir voru Rickie Lambert og Adam Lallana.

„Þetta eru afar mikilvæg kaup fyrir okkur. Hann lætur mikið fyrir sér fara og hefur ótvíræða leiðtogahæfileika. Hann er sú tegund af leikmanni sem við viljum fá,“ sagði Rodgers.


Tengdar fréttir

Lovren á förum frá Southampton

Greint er frá því í enskum fjölmiðlum í dag að Dejan Lovren, leikmaður Southampton, hafi lagt fram formlega beiðni um að verða seldur frá félaginu.

Lovren: Metnaðarleysi hjá Southampton

"Klúbburinn hefur sagt að ég sé ekki til sölu en í hausnum mínum er ég á leiðinni til Liverpool,“ segir Dejan Lovren sem er óánægður að forráðamenn Southampton hafi hafnað tilboði Liverpool í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×