Ómar segir sig úr Framsókn: "Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 17:45 Ómar Stefánsson hefur verið oddviti Framsóknar í Kópavogi en hefur nú sagt skilið við flokkinn. Ómar Stefánsson, fyrrum oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, sagði sig úr flokknum á mánudag. Ástæðuna segir hann vera þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn tók í kosningabaráttunni í málefnum útlendinga. En eins og kunnugt er lét Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, þau ummæli falla í kosningabaráttu að draga ætti lóðarúthlutun til múslima tilbaka og í kjölfarið þróaðist umræðan í átt að þjóðernispópúlisma að mati Ómars. „Það var tvennt sem skilaði þessum borgarfulltrúum í Reykjavík. Annars vegar ósmekkleg þjóðernisumræða og skírskotun til útlendingahaturs sem skein í gegn hjá oddvitanum og manneskjunni í öðru sæti. Hins vegar samúðaratkvæði fyrir það hversu heiftarleg viðbrögðin voru, þetta var heiftug umræða af hendi flokksins og svo var heiftug umræða á móti,“ útskýrir hann. „Umræðan í þjóðfélaginu náði aldrei neinum þroska.“ Ómar segist gefa lítið fyrir svokallaðar eftir á skýringar og vísar hann þar í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, eftir kosningarnar þegar hann sagðist ekkert hafa á móti því að múslimar byggi sér bænahús. „Mér finnst það algjörlega skína í gegn að hvorki formaður, varaformaður né ritari sáu ástæðu til að segja nokkuð í kosningabaráttunni. Vildu leyfa þessari umræðu að tryggja Framsóknarflokknum einhverja stöðu í baráttunni,“ segir hann. Honum finnst það ótækt að þessir þrír einstaklingar sem fara fyrir flokknum hafi neitað að tjá sig á meðan á baráttunni stóð eða láta ná ekki í sig og leyfa umræðunni þar með að þróast á þann hátt sem hún gerði.Af múslimskum ættum Blóðfaðir Ómars er múslimi og býr í Jemen. Þar búa einnig níu hálfsystkini hans sem hann heimsækir reglulega. Hann þekkir því hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti í kosningabaráttunni persónulega. „Ég veit að það eru ekki þessar öfgar í trúnni sem flokkurinn var að boða. Það skiptir ekki máli í hvaða þjóðfélagi það er, það eru alltaf einhverjar öfgar en að dæma trúarhópa út frá öfgunum er ekki í lagi.“ Hann tók ummælin þó ekki persónulega. „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að það er fullt af fólki í Framsókn sem eru ekki þessarar skoðunar en á meðan flokkurinn stendur eftir og getur talið hausana á tveimur fulltrúum í Reykjavík eftir kosningabaráttuna þá eru þeir að kynna þessa stefnu. Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum.“ Ómar hafði ákveðið að hætta í stjórnmálum áður en hann hafði hins vegar aldrei haft í hyggju að segja sig úr Framsóknarflokknum. „Ég hætti útaf þessu máli.“ Tengdar fréttir Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar í Reykjavík segir að líta verði til reynslu Norðurlandanna í trúfrelsismálum. 30. maí 2014 18:30 „Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ 1. júní 2014 01:39 Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Ómar Stefánsson, fyrrum oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, sagði sig úr flokknum á mánudag. Ástæðuna segir hann vera þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn tók í kosningabaráttunni í málefnum útlendinga. En eins og kunnugt er lét Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, þau ummæli falla í kosningabaráttu að draga ætti lóðarúthlutun til múslima tilbaka og í kjölfarið þróaðist umræðan í átt að þjóðernispópúlisma að mati Ómars. „Það var tvennt sem skilaði þessum borgarfulltrúum í Reykjavík. Annars vegar ósmekkleg þjóðernisumræða og skírskotun til útlendingahaturs sem skein í gegn hjá oddvitanum og manneskjunni í öðru sæti. Hins vegar samúðaratkvæði fyrir það hversu heiftarleg viðbrögðin voru, þetta var heiftug umræða af hendi flokksins og svo var heiftug umræða á móti,“ útskýrir hann. „Umræðan í þjóðfélaginu náði aldrei neinum þroska.“ Ómar segist gefa lítið fyrir svokallaðar eftir á skýringar og vísar hann þar í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, eftir kosningarnar þegar hann sagðist ekkert hafa á móti því að múslimar byggi sér bænahús. „Mér finnst það algjörlega skína í gegn að hvorki formaður, varaformaður né ritari sáu ástæðu til að segja nokkuð í kosningabaráttunni. Vildu leyfa þessari umræðu að tryggja Framsóknarflokknum einhverja stöðu í baráttunni,“ segir hann. Honum finnst það ótækt að þessir þrír einstaklingar sem fara fyrir flokknum hafi neitað að tjá sig á meðan á baráttunni stóð eða láta ná ekki í sig og leyfa umræðunni þar með að þróast á þann hátt sem hún gerði.Af múslimskum ættum Blóðfaðir Ómars er múslimi og býr í Jemen. Þar búa einnig níu hálfsystkini hans sem hann heimsækir reglulega. Hann þekkir því hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti í kosningabaráttunni persónulega. „Ég veit að það eru ekki þessar öfgar í trúnni sem flokkurinn var að boða. Það skiptir ekki máli í hvaða þjóðfélagi það er, það eru alltaf einhverjar öfgar en að dæma trúarhópa út frá öfgunum er ekki í lagi.“ Hann tók ummælin þó ekki persónulega. „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að það er fullt af fólki í Framsókn sem eru ekki þessarar skoðunar en á meðan flokkurinn stendur eftir og getur talið hausana á tveimur fulltrúum í Reykjavík eftir kosningabaráttuna þá eru þeir að kynna þessa stefnu. Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum.“ Ómar hafði ákveðið að hætta í stjórnmálum áður en hann hafði hins vegar aldrei haft í hyggju að segja sig úr Framsóknarflokknum. „Ég hætti útaf þessu máli.“
Tengdar fréttir Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar í Reykjavík segir að líta verði til reynslu Norðurlandanna í trúfrelsismálum. 30. maí 2014 18:30 „Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ 1. júní 2014 01:39 Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar í Reykjavík segir að líta verði til reynslu Norðurlandanna í trúfrelsismálum. 30. maí 2014 18:30
„Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ 1. júní 2014 01:39
Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10
Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35
„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01
Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19