Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega.
Ísland fékk 487 í öðru sæti. Kýpur vann deildina með 495 stig og Ísrael hafnaði í þriðja sæti með 471,5 stig.
Guðmundur Sverrisson gerð sér lítið fyrir og vann spjótkast karla með því að kasta lengst 73,13 metra í þriðju síðustu grein keppninnar. Ísrael hafnaði í fjórða sæti í greininni.
Rétt áður vann Ísrael aftur á móti hástökk kvenna en þar hafnaði Ásgerður Jana Ágústsdóttir í fimmta sæti þegar hún stökk yfir 1,64 metra.
Það var því ljóst að allt var undir fyrir tvær síðustu greinarnar, 4x400 metra hlaup karla og kvenna. Og Ísland vann báðar greinarnar og tryggði þannig sæti sitt í 2. deild Evrópukeppni landsliða endanlega. Besti árangur Íslands frá upphafi staðreynd.
Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Kristín Birna Ólafsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir hlupu á 3:40,42 mínútum og karlasveitin hljóp á 3:11,76 mínútum. Frábær árangur hjá þessum glæsilegu hlaupasveitum.
Ísland komst upp um deild
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir
