Fer Embiid sömu leið og Yao Ming? Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. júní 2014 06:00 Embiid um það bil að troða yfir andstæðing í háskólakörfuboltanum vísir/afp Fyrir fáum dögum síðan var talið líklegt að Cleveland Cavaliers myndi velja Joel Embiid fyrstan í nýliðavali NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í næstu viku. Það hefur breyst. Embiid þykir eitt allra mesta efnið í öflugum hópi leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðavali NBA í ár. Hann er 213 sentimetrar á hæð og þykir mjög hæfileikaríkur en efasemdir eru um það hvort hann geti haldist á vellinum. Rúmri um viku fyrir nýliðavalið varð Embiid fyrir því áfalli að brjóta bein í hægri fæti, sama bein og þvingaði Yao Ming og Bill Walton til að hætta körfuknattleik langt fyrir aldur fram. Í fyrstu var talið að Embiid myndi missa af öllu nýliðatímabili sínu en Arn Tellem umboðsmaður Embiid segir uppskurðinn í gær hafa gengið vel og að hann ætti að vera klár í slaginn í NBA eftir fjóra til sex mánuði en með hvaða liði? Nýliðavalið í ár er álitið mjög ríkt af hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa alla burði til að ná langt. Embiid þótti tróna á toppnum þar ásamt Jabari Parker og Andrew Wiggins. Vegna meiðslanna er talið að Embiid gæti endað hjá föllnu stórveldunum Boston Celtics sem á sjötta valrétt eða Los Angeles Lakers sem á sjöunda valrétt. Þori þau á annað borð að taka áhættuna. Hvar leikmaðurinn hávaxni endar uppi mun koma í ljós á fimmtudaginn en ljóst er að meiðsli hans setja spennandi nýliðaval í enn frekari óvissu. Svo á eftir að koma í ljós hvort þessi efnilegi leikmaður nái að setja mark sitt á þessa skemmtilegu og sterku körfuboltadeild. NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Fyrir fáum dögum síðan var talið líklegt að Cleveland Cavaliers myndi velja Joel Embiid fyrstan í nýliðavali NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í næstu viku. Það hefur breyst. Embiid þykir eitt allra mesta efnið í öflugum hópi leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðavali NBA í ár. Hann er 213 sentimetrar á hæð og þykir mjög hæfileikaríkur en efasemdir eru um það hvort hann geti haldist á vellinum. Rúmri um viku fyrir nýliðavalið varð Embiid fyrir því áfalli að brjóta bein í hægri fæti, sama bein og þvingaði Yao Ming og Bill Walton til að hætta körfuknattleik langt fyrir aldur fram. Í fyrstu var talið að Embiid myndi missa af öllu nýliðatímabili sínu en Arn Tellem umboðsmaður Embiid segir uppskurðinn í gær hafa gengið vel og að hann ætti að vera klár í slaginn í NBA eftir fjóra til sex mánuði en með hvaða liði? Nýliðavalið í ár er álitið mjög ríkt af hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa alla burði til að ná langt. Embiid þótti tróna á toppnum þar ásamt Jabari Parker og Andrew Wiggins. Vegna meiðslanna er talið að Embiid gæti endað hjá föllnu stórveldunum Boston Celtics sem á sjötta valrétt eða Los Angeles Lakers sem á sjöunda valrétt. Þori þau á annað borð að taka áhættuna. Hvar leikmaðurinn hávaxni endar uppi mun koma í ljós á fimmtudaginn en ljóst er að meiðsli hans setja spennandi nýliðaval í enn frekari óvissu. Svo á eftir að koma í ljós hvort þessi efnilegi leikmaður nái að setja mark sitt á þessa skemmtilegu og sterku körfuboltadeild.
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira