Lífið

"Þetta markar endalok hjá MR“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ásdís Rán kemur við sögu í myndbandinu.
Ásdís Rán kemur við sögu í myndbandinu.
Rjóminn í Verzlunarskóla Íslands er búinn að gefa út nýtt tónlistarmyndband í tilefni af VÍ-mr deginum 2014. 

VÍ-mr dagurinn, eða MR-ví dagurinn eins og nemendur Menntaskólans í Reykjavík kalla hann, á sér tveggja áratuga sögu en upphaf hans má rekja til rígs á milli skólanna. Á þessum degi etja nemendur Verzló kappi við nemendur Menntaskólans í Reykjavík í alls kyns þrautum og keppnum.

Í myndbandi Rjómans sjást herskáir Verzlingar undirbúa árás á Menntaskólann í Reykjavík og sprengja hann loks upp. Undir hljómar lag sem kemur úr smiðju StopWaitGo og Friðriks Dórs Jónssonar.

Hér fyrir neðan má sjá texta lagsins:

Forðum daga blóð og sviti rann.

Ég sé enga þörf né ástæðu að raska friðnum strax.

Þessir skólar hafa gengið gegnum margt,

nýtum tækifærið til að fá að hefna fyrir allt.

Verndum saman skólann sem við elskum.

Við höfum fengið meira en nóg, viljum finna hugarró.

Þetta markar endalok hjá MR.

Erum að gera öllum greiða, því MR munum eyða.

MR-ingar eru eins, flestir ekki til neins.

Lopapeysa,

latína,

sökkað fag.

10 tímar á hvern dag,

höfuðverkur eftir það.

Enginn tími en það breytir því ekki,

eyðum MR komum okkur að verki.

Sterkari,

stoltari,

vitum það.

Versló tökum þennan slag.

Viljum muna þennan dag.

Versló, Versló, Versló. Víva Versló.

Versló, Versló, Versló. Víva Versló.

Hæfum MR beint í hjartastað.

Í þeirra sögu munum setja strik og brjóta þannig blað.

Bjuggumst ekki við að komast svona langt.

Hugsum saman nú til baka hvort við gerðum eitthvað rangt.

Verndum saman skólann sem við elskum.

Við höfum fengið meira en nóg, viljum finna hugarró.

Þetta markar endalok hjá MR.

Erum að gera öllum greiða, því MR munum eyða.

MR-ingar eru eins, flestir ekki til neins.

Lopapeysa,

latína,

sökkað fag.

10 tímar á hvern dag,

höfuðverkur eftir það.

Enginn tími en það breytir því ekki,

eyðum MR komum okkur að verki.

Sterkari,

stoltari,

vitum það.

Versló tökum þennan slag.

Viljum muna þennan dag.

Versló, Versló, Versló. Víva Versló.

Versló, Versló, Versló. Víva Versló.

Þessir draumar sem voru bara draumar.

Þeir loksins eru að rætast, loksins eru að rætast.

Byrjum nýtt líf, í paradís,

því MR munum eyða, því MR munum eyða.

MR-ingar eru eins, flestir ekki til neins.

Lopapeysa,

latína,

sökkað fag.

10 tímar á hvern dag,

höfuðverkur eftir það.

Enginn tími en það breytir því ekki,

eyðum MR komum okkur að verki.

Sterkari,

stoltari,

vitum það.

Versló tökum þennan slag.

Viljum muna þennan dag.

Versló, Versló, Versló. Víva Versló.

Versló, Versló, Versló. Víva Versló.

Versló, Versló, Versló. Víva Versló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×