Íslenski boltinn

Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðsins.
Rúnar Alex Rúnarsson er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðsins. Vísir/Anton Brink
Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. Fyrri leikurinn verður í Álaborg, föstudaginn 10. október en sá seinni á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15.

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking, verður ekki með U-21 árs liðinu í leikjunum tveimur, en hann var valinn í A-landsliðið eins og greint var frá á Vísi fyrr í vikunni.

Einn nýliði er í hópnum sem Eyjólfur valdi; Þorri Geir Rúnarsson, miðjumaður Stjörnunnar.

Markmenn:


Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland

Frederik August Albrecht Schram, OB

Aðrir leikmenn:

Hörður Björgvin Magnússon, Cesena

Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg 08

Emil Atlason, KR

Arnór Ingvi Traustason, Norrkoping

Andri Rafn Yeoman, Breiðablik

Hólmbert Friðjónsson, Brondby

Kristján Gauti Emilsson, Nijmegen

Sverrir Ingi Ingason, Viking Stavanger

Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV

Emil Pálsson, FH

Hjörtur Hermannsson, PSV

Orri Sigurður Ómarsson, AGF

Árni Vilhjálmsson, Breiðablik

Aron Elís Þrándarson, Víkingur

Ásgeir Eyþórsson, Fylkir

Ólafur Karl Finsen, Stjarnan

Elías Már Ómarsson, Keflavík

Sigurður Egill Lárusson, Valur

Þorri Geir Rúnarsson, Stjarnan


Tengdar fréttir

Lars: Áttum gott spjall við Eyjólf

A-landsliðið nýtur krafta Jóns Daða Böðvarssonar en ekki U21 árs liðið sem á fyrir höndum mikilvæga leiki gegn Dönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×