Lífið

Af hverju deita of feitar táningsstúlkur minna?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna eyðir hálfri milljón dollara, rúmlega sextíu milljónum króna, í nýja rannsókn um stefnumótavenjur of feitra táningsstúlkna.

Í texta um rannsóknina stendur að stúlkur í yfirþyngd fari á færri stefnumót og stundi sjaldnar kynlíf en þær stúlkur sem eru ekki of þungar. Þá taka þær oftar áhættur í kynlífi, til dæmis með því að nota ekki getnaðarvarnir.

Vísindamenn ætla að fylgjast með kynlífsvenjum of feitra stúlkna, og þeirra sem eru ekki í yfirþyngd, í fjögur ár til að reyna að komast að því hvort að tengsl séu á milli þessarar áhættuhegðunar og þeirrar staðreyndar að of þungar táningsstúlkur fari sjaldnar á stefnumót.

Dr. Aletha Akers stýrir rannsókninni en þetta er í fyrsta sinn sem hún rannsakar tengsl á milli þyngdar og kynlífs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×