Lífið

Heimsækir alla Starbucks-staði í heiminum og fílar ekki einu sinni kaffið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Maður sem kallar sig Winter vinnur sem forritari í hlutastarfi en ástríða hans í lífinu er að heimsækja alla Starbucks-staði í heiminum.

Winter hefur unnið að þessu verkefni síðan árið 1997 og hefur hingað til heimsótt 11.733 Starbucks-staði víðs vegar um heiminn.

Maðurinn er búinn að eyða 160 þúsund dollurum í verkefnið, rúmlega nítján milljónum króna. Hann fjallar um verkefnið á vefsíðunni Starbucks Everywhere og á Facebook. Hann er hins vegar ekkert hrifinn af kaffinu sem selt er á staðnum.

„Ég virði Starbucks fyrir viðskiptavitið, þjónustulund og þægindin, eins og hrein baðherbergi og WiFi-tengingu. En ég myndi aldrei fá mér kaffi þar nema ég sé að krossa enn einn staðinn af listanum mínum,“ segir Winter í viðtali við Telegraph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×