Erlent

Borgarbúar í tugþúsundavís mótmæla í Hong Kong

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mótmælin í Hong Kong eru nú mikil og hér getur að líta einn sem sefur standandi, og gefur ekkert eftir.
Mótmælin í Hong Kong eru nú mikil og hér getur að líta einn sem sefur standandi, og gefur ekkert eftir. ap
Leiðtogar mótmælenda í Hong Kong hafa fallist á að hefja viðræður við kínversk stjórnvöld þrátt fyrir að héraðsstjórinn CY Leung hafi síðast í gær þvertekið fyrir að segja af sér embætti eins og fólkið krefst.

Síðustu daga hafa borgarbúar í tugþúsundavís haldið til á götum borgarinnar og í raun lokað nokkrum hverfum. Ástæðan er reiði vegna þeirrar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að allir frambjóðendur í fyrirhuguðum kosningum árið 2017 þurfi fyrst að fá blessun kommúnistaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×