Erlent

Útgöngubann í Tælandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og vestrænna ríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum á stöðunni í Taílandi en nú er komið á útgöngubann í landinu.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt opinberlega að taílenski herinn geti með engu móti réttlætt valdatökuna.

Tælenskur herhöfðingi tilkynnti í dag að her landsins hefði hrifsað til sín völdin í landinu.

Hershöfðinginn, Prayuth Chan-ocha, sagði yfirtökuna lið í því að koma aftur á stöðugleika í landinu eftir um sex mánaða vargöld sem ríkt hefur í landinu.

Upphaf þessara átaka má rekja til ákvörðunar þáverandi forsætisráðherra landsins, Yingluck Shinawatra, að leysa upp neðri deild þingsins í kjölfar kröfu stjórnarandstæðinga um að hún stígi til hliðar.


Tengdar fréttir

Tælenski herinn tekur völdin

Valdatakan sögð liður í því að koma aftur á stöðugleika í Tælandi eftir um sex mánaða vargöld sem ríkt hefur í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×