Viðskipti innlent

Kennsla í Hraðbraut hefst í haust

Bjarki Ármannsson skrifar
Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar.
Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar. Vísir/Stefán
Menntaskólinn Hraðbraut hefur hlotið viðurkenningu hins opinbera og mun hefja störf að nýju í haust eftir tveggja ára hlé. Þetta segir í tilkynningu frá skólastjóra Hraðbrautar, Ólafi Hauki Johnson, en rekstur skólans lagðist af í júní 2012 eftir að þjónustusamningur við stjórnvöld var ekki endurnýjaður.

Í tilkynningunni segir að menntamálaráðuneytið hafi veitt skólanum skriflega viðurkenningu til kennslu til stúdentsprófs á náttúruvísindabraut og hugvísindabraut. Viðurkenning á skólanum hafi verið í vinnslu í ráðuneytinu í nokkurn tíma. 


Tengdar fréttir

Hraðbraut hættir starfsemi

Við blasir að starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar verður hætt nú að skólaárinu loknu, í bili að minnsta kosti. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, segir að reynt verði að aðstoða nemendur á fyrra námsári til að tryggja þeim skólavist annars staðar eins farsællega og kostur er. Sama eigi við um kennara og aðra starfsmenn Hrað­brautar sem margir hafi leitað á aðrar slóðir, með góðum árangri í flestum tilvikum.

Kostnaðurinn við stúdentspróf í Hraðbraut 1,8 milljón

Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa á ný í haust eftir tveggja ára hlé en þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu skólans. Námið mun kosta 890 þúsund krónur á ári og því greiða nemendur 1780 þúsund krónur fyrir stúdentspróf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×