Innlent

Ákærður fyrir ógeðfellda árás á samfanga

Vísir/Pjetur
Baldur Kolbeinsson hefur verið ákærður fyrir ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu við Litla-Hraun í maí á síðasta ári.

Þetta er í annað sinn sem Baldur er ákæður fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni en hann fékk 10 mánaða dóm fyrir að ráðast á þrjá fangaverði í lok september á síðasta ári ásamt Matthíasi Mána Erlingssyni. Þá er hann einnig grunaður um að hafa ráðist á Matthías Mána, ásamt öðrum manni, og barið hann meðal annars með lás.

Árásin sem Baldur er ákærður fyrir er sérstaklega ógeðfelld en honum er gefið að sök að hafa troðið saur í munn samfanga síns og slegið hann síðan tvisvar til þrisvar í höfuð og líkama. Árásin náðist á myndband.

Sá sem fyrir árásinni varð hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn barni. Hann hefur verið fluttur í annað fangelsi.

Baldur var látinn laus seint á síðasta ári en var handtekinn örfáum dögum síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Páll Winkel fangelsismálastjjóri gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að fangelsisyfirvöld reyndu hvað þau gætu til að koma í veg fyrir ofbeldi innanf fangelsisins en það væri því miður ekki alltaf hægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×