Akureyringar í samstarf um nám í olíuiðnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2014 11:15 Frá Akureyri. Þar eru öflug þjónustufyrirtæki eins og Slippurinn sem gætu þjónað olíuiðnaði. Vísir/Pjetur Verkmenntaskólinn á Akureyri er kominn í samstarf fjögurra menntastofnana á vestanverðum Norðurlöndum um að byggja upp þekkingu á sviði olíuiðnaðarins, í tækni-, öryggis- og umhverfismálum. Verkefnið kallast FING, eftir upphafsstöfum þátttökulandanna fjögurra: Færeyja, Íslands, Noregs og Grænlands. Það snýst um að miðla reynslu Norðmanna af olíu- og gasiðnaði til hinna vestnorrænu landanna, sem öll standa að olíuleit. Olíutækniskólinn í Stafangri, Stavanger offshore tekniske skole, hefur undirbúið verkefnið frá árinu 2012 en hinir skólarnir eru Vinnuháskúlin í Færeyjum og Greenland School of Minerals and Petroleum, auk Verkmenntaskólans á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Norðurlöndunum í gegnum NORA og Nordplus. Fyrsta námskeiðið fór fram í Sisimiut á Grænlandi dagana 10. og 11. desember síðastliðinn og var miðlað með fjarfundabúnaði til Akureyrar, Þórshafnar og Stafangurs. Fyrirlesarar voru tveir norskir sérfræðingar, Anna Marita Braaten jarðfræðingur og Børge Harestad olíuverkfræðingur. „Noregur hefur byggt upp víðtæka þekkingu innan menntakerfisins í þessum geira,“ segir Stella Aguirre, verkefnisstjóri FING, í viðtali við Aftenbladet í Noregi. „Nú ætlum við að taka þátt í að byggja upp þekkingu og færni í þessum löndum og skapa tækifæri fyrir nýjan iðnað að fá heimafólk til starfa.“ Fyrstu skrefin hafa verið tekin í að byggja upp sérstakan fagskóla á Grænlandi undir leiðsögn Norðmanna. Olíutækniskólinn í Stafangri tekur þar þátt í að koma á fót sérhæfðri kennslu sem lýtur að olíuiðnaði. Jarðfræðingurinn Anna Marita Braaten segir að á Grænlandi séu náttúrulegar forsendur fyrir álíka olíuævintýri og Noregur upplifi. „Sennilega á Grænland risamöguleika á olíu,“ segir hún. „Þar hafa tíu holur verið boraðar og vísbendingar fundist um olíu. Hins vegar er Grænland dýrasta svæði heims til að leita að olíu og gasi og heimastjórnin hefur ákveðið að norskir staðlar skuli gilda um iðnaðinn. Það eru dýrustu staðlarnir en einnig þeir öruggustu. Hér taka menn enga áhættu hvað varðar fiskveiðar og umhverfi.“ Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Verkmenntaskólinn á Akureyri er kominn í samstarf fjögurra menntastofnana á vestanverðum Norðurlöndum um að byggja upp þekkingu á sviði olíuiðnaðarins, í tækni-, öryggis- og umhverfismálum. Verkefnið kallast FING, eftir upphafsstöfum þátttökulandanna fjögurra: Færeyja, Íslands, Noregs og Grænlands. Það snýst um að miðla reynslu Norðmanna af olíu- og gasiðnaði til hinna vestnorrænu landanna, sem öll standa að olíuleit. Olíutækniskólinn í Stafangri, Stavanger offshore tekniske skole, hefur undirbúið verkefnið frá árinu 2012 en hinir skólarnir eru Vinnuháskúlin í Færeyjum og Greenland School of Minerals and Petroleum, auk Verkmenntaskólans á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Norðurlöndunum í gegnum NORA og Nordplus. Fyrsta námskeiðið fór fram í Sisimiut á Grænlandi dagana 10. og 11. desember síðastliðinn og var miðlað með fjarfundabúnaði til Akureyrar, Þórshafnar og Stafangurs. Fyrirlesarar voru tveir norskir sérfræðingar, Anna Marita Braaten jarðfræðingur og Børge Harestad olíuverkfræðingur. „Noregur hefur byggt upp víðtæka þekkingu innan menntakerfisins í þessum geira,“ segir Stella Aguirre, verkefnisstjóri FING, í viðtali við Aftenbladet í Noregi. „Nú ætlum við að taka þátt í að byggja upp þekkingu og færni í þessum löndum og skapa tækifæri fyrir nýjan iðnað að fá heimafólk til starfa.“ Fyrstu skrefin hafa verið tekin í að byggja upp sérstakan fagskóla á Grænlandi undir leiðsögn Norðmanna. Olíutækniskólinn í Stafangri tekur þar þátt í að koma á fót sérhæfðri kennslu sem lýtur að olíuiðnaði. Jarðfræðingurinn Anna Marita Braaten segir að á Grænlandi séu náttúrulegar forsendur fyrir álíka olíuævintýri og Noregur upplifi. „Sennilega á Grænland risamöguleika á olíu,“ segir hún. „Þar hafa tíu holur verið boraðar og vísbendingar fundist um olíu. Hins vegar er Grænland dýrasta svæði heims til að leita að olíu og gasi og heimastjórnin hefur ákveðið að norskir staðlar skuli gilda um iðnaðinn. Það eru dýrustu staðlarnir en einnig þeir öruggustu. Hér taka menn enga áhættu hvað varðar fiskveiðar og umhverfi.“
Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45