„Vonbrigði mín eru ekkert miðað við veruleika þeirra sem misstu ástvini“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. apríl 2014 19:15 Fjallaleiðsögumenn á Everest tóku í dag ákvörðun um að hætta frekari ferðum á fjallið í kjölfar kjarabaráttu sem til kom vegna snjóflóðsins sem varð sextán félögum þeirra að bana. Íslendingarnir tveir sem staddir eru í grunnbúðum fjallsins segjast styðja ákvörðunina. Slysið er það mannskæðasta í sögu Everest. Þeir látnu sem voru allir nepalskir fjallaleiðsögumenn eða svokallaðir sjerpar sem vinna við að koma fjallgöngufólki á tind þessa hæsta fjalls heims. Ættingjar látnu sjerpanna fengu það sem jafngildir 44 þúsund krónum í skaðabætur frá stjórnvöldum í Nepal. Í kjölfar þess lýstu fjallaleiðsögumenn á Everest yfir óanægju með öryggisbúnað sinn og settu fram kröfur um að líftryggingar þeirra yrðu tvöfaldaðar. Í dag ákváðu þeir svo að leggja alveg niður störf vegna deilunnar og af virðingu við fallna félaga sína. Fréttastofa náði í dag tali af Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Ingólfi Axelssyni, sem stödd eru í grunnbúðum Everest. Þau sögðu bæði að staðan væri mjög óljós og upplýsingaflæði um framhaldið lítið, en að allir fjallgöngumennirnir styði ákvörðun sjerpanna heilshugar. Ingólfur sagði að nokkrir hópar væru nú þegar lagðir af stað niður á meðan aðrir hyggjast bíða í grunnbúðunum til að sjá hvort deilan leysist. Han sagðist hafa trú á því og vill halda áfram með sínum hópi. Vilborg Arna hefur aftur á móti ákveðið að halda ekki áfram í ljósi liðinna atburða, en hún ætlaði að ganga sjö hæstu fjallstinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Vilborg sagðist vissulega vonsvikin, en tók fram að vonbrigði hennar væru eru ekkert miðað við veruleika þeirra þeirra sem misstu ástvini í slysinu. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fjallaleiðsögumenn á Everest tóku í dag ákvörðun um að hætta frekari ferðum á fjallið í kjölfar kjarabaráttu sem til kom vegna snjóflóðsins sem varð sextán félögum þeirra að bana. Íslendingarnir tveir sem staddir eru í grunnbúðum fjallsins segjast styðja ákvörðunina. Slysið er það mannskæðasta í sögu Everest. Þeir látnu sem voru allir nepalskir fjallaleiðsögumenn eða svokallaðir sjerpar sem vinna við að koma fjallgöngufólki á tind þessa hæsta fjalls heims. Ættingjar látnu sjerpanna fengu það sem jafngildir 44 þúsund krónum í skaðabætur frá stjórnvöldum í Nepal. Í kjölfar þess lýstu fjallaleiðsögumenn á Everest yfir óanægju með öryggisbúnað sinn og settu fram kröfur um að líftryggingar þeirra yrðu tvöfaldaðar. Í dag ákváðu þeir svo að leggja alveg niður störf vegna deilunnar og af virðingu við fallna félaga sína. Fréttastofa náði í dag tali af Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Ingólfi Axelssyni, sem stödd eru í grunnbúðum Everest. Þau sögðu bæði að staðan væri mjög óljós og upplýsingaflæði um framhaldið lítið, en að allir fjallgöngumennirnir styði ákvörðun sjerpanna heilshugar. Ingólfur sagði að nokkrir hópar væru nú þegar lagðir af stað niður á meðan aðrir hyggjast bíða í grunnbúðunum til að sjá hvort deilan leysist. Han sagðist hafa trú á því og vill halda áfram með sínum hópi. Vilborg Arna hefur aftur á móti ákveðið að halda ekki áfram í ljósi liðinna atburða, en hún ætlaði að ganga sjö hæstu fjallstinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Vilborg sagðist vissulega vonsvikin, en tók fram að vonbrigði hennar væru eru ekkert miðað við veruleika þeirra þeirra sem misstu ástvini í slysinu.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira