Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. apríl 2014 15:32 Hlédís skrifar um afskiptalausa feður. Vísir/aðsent „Ég veit hvernig það er að eiga barn með manneskju sem mann langar ekki að eiga barn með,“ segir Hlédís Sveinsdóttir í aðsendri grein á Vísi sem birt var í hádeginu. Hlédís fjallar um óvæntar þunganir og byggir greinina á eigin reynslu. Hún beinir orðum sínum til feðra sem vilja ekkert með börn sín hafa; voru jafnvel andvígir því að barnið myndi á annað borð fæðast:„Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna því það eru þær sem verða ófrískar og þær hafa „val“ um fóstureyðingu? Sjá þeir ekki heildarmyndina, eru reiðir barnsmæðrum sínum og telja þær einar bera ábyrgð á getnaði? Eða þetta klassíska að konurnar ætluðu svo greinilega (eftirá) að eiga með þeim barn? Eða eru þeir bara að eilífu amen fastir á fyrsta stigi áfalls?“ Í greininni segir Hlédís frá öllum þeim tilfinningum sem hún upplifði þegar hún komst að því að hún væri þunguð – óvænt.„Óvænt þungun er ekki bara erfið upplifun fyrir föðurinn, þar tala ég af reynslu. Ég minnist þess að hafa gengið í gegnum öll stig áfalls. Fyrst fann ég fyrir ofsareiði gagnvart manninum sem barnaði mig, þó ég telji mig vita að það hafi ekki verið af ásettu ráði og ábyrgð okkar beggja jöfn. Síðan tók við hræðsla og afneitun þar sem ég gat ekki horfst í augun við staðreyndir. Þá sorg yfir forsendum þungunarinnar og loks sátt við það sem ekki fæst breytt." Hlédís heldur áfram að fjalla um eigin reynslu:„Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er og ekki vildi ég hafa eitt hár á höfði hennar öðruvísi. Lífið vinnur svo fallega ef maður leyfir því. Ég elska hana fyrir það sem hún var, er og verður – alltaf! Eftir stendur þó reiðin gagnvart framkomu í hennar garð, enda ætti engu foreldri að vera sama ef illa er komið fram við barn þess,“ og bætir við: „Það er ekkert samhengi á milli þess að hafa ekki ætlað sér að verða foreldri og að elska ekki barnið sitt.“ Hún segir að allir verði að bera ábyrgð á eigin gjörðum, börnin verði til þegar fólk stundi kynlíf.„Stundi fólk á annað borð samlíf getur það átt „á hættu“ að úr verði barn. Undrasmíðin, sjálft barnið, kærir sig kollótt um forsendur foreldra. Okfrumunum er nákvæmlega sama hvort foreldrar þeirra séu allsgáðir eða ölóðir, gift hvort öðru eða öðrum, unglingar eða öldruð, varið eða óvarið. Það er aðeins ein 100% örugg leið treysti maður sér alls ekki til að axla þá ábyrgð sem athöfninni getur fylgt. Sú leið kallast skírlífi.“ Hlédís vonast til þess að skrif hennar veki samfélagið til umhugsunar.„Ósk mín er að þessar hugleiðingar hreyfi ekki bara við afskiptalausum feðrum heldur samfélaginu í heild. Við þurfum að gera okkur grein fyrir ójafnri stöðu kynja þegar kemur að óvæntri þungun,“ segir hún að lokum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Ég veit hvernig það er að eiga barn með manneskju sem mann langar ekki að eiga barn með,“ segir Hlédís Sveinsdóttir í aðsendri grein á Vísi sem birt var í hádeginu. Hlédís fjallar um óvæntar þunganir og byggir greinina á eigin reynslu. Hún beinir orðum sínum til feðra sem vilja ekkert með börn sín hafa; voru jafnvel andvígir því að barnið myndi á annað borð fæðast:„Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna því það eru þær sem verða ófrískar og þær hafa „val“ um fóstureyðingu? Sjá þeir ekki heildarmyndina, eru reiðir barnsmæðrum sínum og telja þær einar bera ábyrgð á getnaði? Eða þetta klassíska að konurnar ætluðu svo greinilega (eftirá) að eiga með þeim barn? Eða eru þeir bara að eilífu amen fastir á fyrsta stigi áfalls?“ Í greininni segir Hlédís frá öllum þeim tilfinningum sem hún upplifði þegar hún komst að því að hún væri þunguð – óvænt.„Óvænt þungun er ekki bara erfið upplifun fyrir föðurinn, þar tala ég af reynslu. Ég minnist þess að hafa gengið í gegnum öll stig áfalls. Fyrst fann ég fyrir ofsareiði gagnvart manninum sem barnaði mig, þó ég telji mig vita að það hafi ekki verið af ásettu ráði og ábyrgð okkar beggja jöfn. Síðan tók við hræðsla og afneitun þar sem ég gat ekki horfst í augun við staðreyndir. Þá sorg yfir forsendum þungunarinnar og loks sátt við það sem ekki fæst breytt." Hlédís heldur áfram að fjalla um eigin reynslu:„Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er og ekki vildi ég hafa eitt hár á höfði hennar öðruvísi. Lífið vinnur svo fallega ef maður leyfir því. Ég elska hana fyrir það sem hún var, er og verður – alltaf! Eftir stendur þó reiðin gagnvart framkomu í hennar garð, enda ætti engu foreldri að vera sama ef illa er komið fram við barn þess,“ og bætir við: „Það er ekkert samhengi á milli þess að hafa ekki ætlað sér að verða foreldri og að elska ekki barnið sitt.“ Hún segir að allir verði að bera ábyrgð á eigin gjörðum, börnin verði til þegar fólk stundi kynlíf.„Stundi fólk á annað borð samlíf getur það átt „á hættu“ að úr verði barn. Undrasmíðin, sjálft barnið, kærir sig kollótt um forsendur foreldra. Okfrumunum er nákvæmlega sama hvort foreldrar þeirra séu allsgáðir eða ölóðir, gift hvort öðru eða öðrum, unglingar eða öldruð, varið eða óvarið. Það er aðeins ein 100% örugg leið treysti maður sér alls ekki til að axla þá ábyrgð sem athöfninni getur fylgt. Sú leið kallast skírlífi.“ Hlédís vonast til þess að skrif hennar veki samfélagið til umhugsunar.„Ósk mín er að þessar hugleiðingar hreyfi ekki bara við afskiptalausum feðrum heldur samfélaginu í heild. Við þurfum að gera okkur grein fyrir ójafnri stöðu kynja þegar kemur að óvæntri þungun,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira