Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2014 15:00 Frá Stavanger í Noregi. Leyfður halli á skábrautum og göngusvæðum verður aukinn úr 1:20 í 1:15. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á kröfum um aðgengi í byggingarreglugerð í því skyni að draga úr kostnaði við smíði minni íbúða og auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðakaup. Breytingarnar taka gildi um áramótin en tilgangurinn er að fjölga litlum íbúðum á markaði. „Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála, Jan Tore Sanner, í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Hann segir að með tímanum hafi tæknilegar kröfur aukist og gert húsnæði dýrara. Sérstaklega sé mikilvægt að einfalda reglurnar gagnvart litlum íbúðum af þeirri stærð sem dæmigerðar eru sem fyrstu íbúðakaup. Nýja reglugerðin veitir undanþágu frá kröfum um aðgengi fyrir helming íbúða, eins og tveggja herbergja, sem eru 50 fermetrar eða minni. Norskt byggingasamvinnufélag áætlar að stærð minni íbúða geti minnkað við þetta um 4-5 fermetra og byggingarkostnaður lækkað um milli 300 og 400 þúsund norskar krónur á hverja íbúð, eða sem nemur 5 til 7 milljónum íslenskra króna.Frá nýbyggingu í Noregi. Áætlað er að byggingarkostnaður geti lækkað um 5-7 milljónir króna á íbúð.„Við þurfum að byggja fleiri íbúðir hraðar. Við vitum einnig að við þurfum meira húsnæði sem er aðgengilegt öllum. Með þessari lausn getum við bæði byggt fleiri íbúðir og jafnframt verða til fleiri íbúðir með aðgengi fyrir alla,“ segir ráðherrann. Sem dæmi um breytingar er að dregið er úr kröfum um snúningsrými hjólastóla, um lágmarksbreidd á göngum, um aðgengi að baðherbergjum, um sjálfvirkar hurðaopnanir og meiri halli verður leyfður á skábrautum og göngusvæðum, sem þýðir minni landslagsbreytingar og að hægt verður að byggja í meiri bratta. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á kröfum um aðgengi í byggingarreglugerð í því skyni að draga úr kostnaði við smíði minni íbúða og auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðakaup. Breytingarnar taka gildi um áramótin en tilgangurinn er að fjölga litlum íbúðum á markaði. „Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála, Jan Tore Sanner, í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Hann segir að með tímanum hafi tæknilegar kröfur aukist og gert húsnæði dýrara. Sérstaklega sé mikilvægt að einfalda reglurnar gagnvart litlum íbúðum af þeirri stærð sem dæmigerðar eru sem fyrstu íbúðakaup. Nýja reglugerðin veitir undanþágu frá kröfum um aðgengi fyrir helming íbúða, eins og tveggja herbergja, sem eru 50 fermetrar eða minni. Norskt byggingasamvinnufélag áætlar að stærð minni íbúða geti minnkað við þetta um 4-5 fermetra og byggingarkostnaður lækkað um milli 300 og 400 þúsund norskar krónur á hverja íbúð, eða sem nemur 5 til 7 milljónum íslenskra króna.Frá nýbyggingu í Noregi. Áætlað er að byggingarkostnaður geti lækkað um 5-7 milljónir króna á íbúð.„Við þurfum að byggja fleiri íbúðir hraðar. Við vitum einnig að við þurfum meira húsnæði sem er aðgengilegt öllum. Með þessari lausn getum við bæði byggt fleiri íbúðir og jafnframt verða til fleiri íbúðir með aðgengi fyrir alla,“ segir ráðherrann. Sem dæmi um breytingar er að dregið er úr kröfum um snúningsrými hjólastóla, um lágmarksbreidd á göngum, um aðgengi að baðherbergjum, um sjálfvirkar hurðaopnanir og meiri halli verður leyfður á skábrautum og göngusvæðum, sem þýðir minni landslagsbreytingar og að hægt verður að byggja í meiri bratta.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira