Þegar Alzheimer tekur völdin Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. desember 2014 15:30 Handan minninga Bækur: Handan minninga Sally Magnusson. Þýðandi: Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir Salka Handan minninga eftir hina hálfíslensku Sally Magnusson er átakanlegur lestur. Þar segir hún sögu móður sinnar, Mamie Baird, sem var virt og vinsæl blaðakona og eftirsóttur ræðumaður þegar Alzheimer-sjúkdómurinn sótti hana heim og hún fór að tapa minni og sjálfsmynd smátt og smátt. Eiginmaður Mamie og faðir Sallyar var hinn ástsæli sjónvarpsmaður Magnús Magnusson en hann lést árið 2007 rétt í þann mund sem Alzheimerinn var að ná yfirhöndinni í lífi eiginkonu hans. Í bókinni rekur Sally sögu móður sinnar frá barnæsku og fram á dánardægur árið 2012. Myndin sem hún dregur upp af þessari sjálfstæðu og duglegu konu er sterk og sannfærandi og ferðalagið inn í myrkur Alzheimersins virkilega hjartaskerandi lesning. Hlutskipti aðstandandans eru gerð góð skil, og Sally dregur ekkert undan í lýsingum á eigin ráðvillu í átökunum við sjúkdóminn. Það er sárt að horfa upp á móður sína breytast í ókunna manneskju og missa smátt og smátt tökin á lífinu en verst af öllu er þó hversu lítið er til ráða og hve ósköp lítið er enn vitað um þennan sjúkdóm, orsakir hans og þróun. Hver einasti sjúklingur er í raun ný ráðgáta og ómögulegt að segja til um hvernig hans/hennar sjúkdómsferli verður. Það er því engin furða að aðstandendur leiti allra ráða til að afla sér upplýsinga og reyna að finna skýringar og Sally hefur greinilega varið ómældum tíma og kröftum í að reyna að skilja það ferli sem móðir hennar gekk í gegnum. Töluvert púður fer í læknisfræðilegar upplýsingar í bókinni og þótt auðvelt sé að skilja hvaða þýðingu slíkt hefur fyrir dóttur sjúklingsins verður að segjast að þeir kaflar draga töluvert úr læsileika bókarinnar fyrir hinn almenna lesanda sem fyrst og fremst hefur áhuga á að fræðast um persónulegar hliðar sögunnar. Bókin er, þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefnið, skrifuð með húmor og hlýju að leiðarljósi og bráðskemmtileg á köflum. Það er líka erfitt að komast hjá því að tárast við lesturinn, svo nístandi sárar eru margar lýsingarnar þótt hvergi sé verið að velta sér upp úr sársaukanum og allt tilfinningaklám sé víðs fjarri. Í heildina er bókin einstaklega falleg og marghliða frásögn á tengslum móður og dóttur og því ferli sem dóttirin fer í gegnum þegar þau tengsl rofna vegna alveldis sjúkdómsins. Þýðing Ragnheiðar Margrétar Guðmundsdóttur er dálítið brokkgeng, talsvert er um að ensk orðaröð sé látin halda sér, sem truflar máltilfinningu lesandans, en á milli eru skínandi vel þýddir kaflar sem unun er að lesa.Niðurstaða: Falleg, hlý og grátleg frásögn af upplifun höfundar af Alzheimer-sjúkdómi móður sinnar. Gagnrýni Menning Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Handan minninga Sally Magnusson. Þýðandi: Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir Salka Handan minninga eftir hina hálfíslensku Sally Magnusson er átakanlegur lestur. Þar segir hún sögu móður sinnar, Mamie Baird, sem var virt og vinsæl blaðakona og eftirsóttur ræðumaður þegar Alzheimer-sjúkdómurinn sótti hana heim og hún fór að tapa minni og sjálfsmynd smátt og smátt. Eiginmaður Mamie og faðir Sallyar var hinn ástsæli sjónvarpsmaður Magnús Magnusson en hann lést árið 2007 rétt í þann mund sem Alzheimerinn var að ná yfirhöndinni í lífi eiginkonu hans. Í bókinni rekur Sally sögu móður sinnar frá barnæsku og fram á dánardægur árið 2012. Myndin sem hún dregur upp af þessari sjálfstæðu og duglegu konu er sterk og sannfærandi og ferðalagið inn í myrkur Alzheimersins virkilega hjartaskerandi lesning. Hlutskipti aðstandandans eru gerð góð skil, og Sally dregur ekkert undan í lýsingum á eigin ráðvillu í átökunum við sjúkdóminn. Það er sárt að horfa upp á móður sína breytast í ókunna manneskju og missa smátt og smátt tökin á lífinu en verst af öllu er þó hversu lítið er til ráða og hve ósköp lítið er enn vitað um þennan sjúkdóm, orsakir hans og þróun. Hver einasti sjúklingur er í raun ný ráðgáta og ómögulegt að segja til um hvernig hans/hennar sjúkdómsferli verður. Það er því engin furða að aðstandendur leiti allra ráða til að afla sér upplýsinga og reyna að finna skýringar og Sally hefur greinilega varið ómældum tíma og kröftum í að reyna að skilja það ferli sem móðir hennar gekk í gegnum. Töluvert púður fer í læknisfræðilegar upplýsingar í bókinni og þótt auðvelt sé að skilja hvaða þýðingu slíkt hefur fyrir dóttur sjúklingsins verður að segjast að þeir kaflar draga töluvert úr læsileika bókarinnar fyrir hinn almenna lesanda sem fyrst og fremst hefur áhuga á að fræðast um persónulegar hliðar sögunnar. Bókin er, þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefnið, skrifuð með húmor og hlýju að leiðarljósi og bráðskemmtileg á köflum. Það er líka erfitt að komast hjá því að tárast við lesturinn, svo nístandi sárar eru margar lýsingarnar þótt hvergi sé verið að velta sér upp úr sársaukanum og allt tilfinningaklám sé víðs fjarri. Í heildina er bókin einstaklega falleg og marghliða frásögn á tengslum móður og dóttur og því ferli sem dóttirin fer í gegnum þegar þau tengsl rofna vegna alveldis sjúkdómsins. Þýðing Ragnheiðar Margrétar Guðmundsdóttur er dálítið brokkgeng, talsvert er um að ensk orðaröð sé látin halda sér, sem truflar máltilfinningu lesandans, en á milli eru skínandi vel þýddir kaflar sem unun er að lesa.Niðurstaða: Falleg, hlý og grátleg frásögn af upplifun höfundar af Alzheimer-sjúkdómi móður sinnar.
Gagnrýni Menning Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira