Að stela sjálfum sér Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 17. desember 2014 14:30 Hans Jónatan. Maðurinn sem stal sjálfum sér. Bækur: Hans Jónatan. Maðurinn sem stal sjálfum sér Gísli Pálsson Mál og menningÍslandssagan er margþættari en margur heldur. Þótt flestir sem hafa gengið í gegnum íslenskt skólakerfi geri sér grein fyrir því að Ísland var hjálenda Danmerkur öldum saman er ekki eins víst að fólk átti sig á því að þar með voru Íslendingar hluti af sama konungsveldi og fólk í Afríku, á Indlandi og í Karíbahafinu. Ísland var hluti af hagkerfi og menningu sem byggði meðal annars á arðráni og þrælaverslun. Almenningur á Íslandi varð kannski lítið var við þessi tengsl og vissi sjálfsagt lítið um hvernig sykurinn sem fluttur var til landsins varð til, en stundum höguðu örlögin því þannig að fjarlægustu horn danska heimsveldisins tengdust á óvæntan hátt. Bók Gísla Pálssonar um manninn sem stal sjálfum sér fjallar um ævi manns sem sýnir þetta á óvenju skýran hátt. Hans Jónatan fæddist árið 1784 sem þræll á sykurekru á eyjunni St. Croix í Vestur-Indíum sem þá var dönsk nýlenda. Hans Jónatan fluttist með eigendum sínum til Danmerkur á unglingsaldri, tók þátt í vörnum Kaupmannahafnar þegar Englendingar réðust á borgina 1801 og stakk svo af til Íslands eftir sögufræg málaferli þar sem hann tókst á við eiganda sinn um eignarhald á sjálfum sér – og tapaði. Á Íslandi átti Hans Jónatan stutta en farsæla ævi. Hann varð verslunarmaður, faktor og seinna bóndi í Berufirði, giftist íslenskri konu og eignaðist með henni börn sem síðar eignuðust fjölda afkomenda; þannig lifa gen þræladrengsins frá St. Croix í fjölda afkomenda þeirra.Gísli Pálsson „Gísli er merkur fræðimaður á sviði mannfræði og það er dýrmætt að slíkir fræðimenn skrifi verk af þessu tagi,“ segir Jón Yngvi.Gísli Pálsson segir þessa sögu eftir bestu heimildum, en þær eru eðli málsins samkvæmt ekki mjög miklar að vöxtum. Þetta er annar vandinn sem Gísli þarf að kljást við sem ævisagnahöfundur, hinn er algengur þegar skrifaðar eru ævisögur annarra. Fyrstu tuttugu æviár Hans Jónatans eru efni í fróðlega og spennandi sögu sem varpar ljósi á bæði Íslandssögu og sögu heimsins. Eftir að hann losnar úr ánauðinni og kemur til Íslands verður saga hans á hinn bóginn lík sögu margra annarra. Eftir að sögu Hans Jónatans lýkur fjallar Gísli um afkomendur hans og almennt um nýlendustefnu og kynþáttahyggju og áhrif þeirra á Ísland og Íslendinga. Þessir kaflar eru fróðlegir en maður veltir fyrir sér hvort betur hefði farið á því að flétta þá inn í meginfrásögnina. Gísli er merkur fræðimaður á sviði mannfræði og það er dýrmætt að slíkir fræðimenn skrifi verk af þessu tagi þar sem fræðunum er miðlað til annarra en sérfræðinga og nema sem leggja stund á fagið. Einstaka sinnum saknar maður þess að hann leyfi sér að sýna fræðimannshliðina á sér svolítið meira í bókinni en hún er læsileg og Gísli er góður sögumaður og lifandi.Niðurstaða: Stórfróðleg bók þar sem höfundurinn notar ævisögu óvenjulegs manns til að varpa nýju og nauðsynlegu ljósi á íslenska sögu og menningu. Gagnrýni Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Hans Jónatan. Maðurinn sem stal sjálfum sér Gísli Pálsson Mál og menningÍslandssagan er margþættari en margur heldur. Þótt flestir sem hafa gengið í gegnum íslenskt skólakerfi geri sér grein fyrir því að Ísland var hjálenda Danmerkur öldum saman er ekki eins víst að fólk átti sig á því að þar með voru Íslendingar hluti af sama konungsveldi og fólk í Afríku, á Indlandi og í Karíbahafinu. Ísland var hluti af hagkerfi og menningu sem byggði meðal annars á arðráni og þrælaverslun. Almenningur á Íslandi varð kannski lítið var við þessi tengsl og vissi sjálfsagt lítið um hvernig sykurinn sem fluttur var til landsins varð til, en stundum höguðu örlögin því þannig að fjarlægustu horn danska heimsveldisins tengdust á óvæntan hátt. Bók Gísla Pálssonar um manninn sem stal sjálfum sér fjallar um ævi manns sem sýnir þetta á óvenju skýran hátt. Hans Jónatan fæddist árið 1784 sem þræll á sykurekru á eyjunni St. Croix í Vestur-Indíum sem þá var dönsk nýlenda. Hans Jónatan fluttist með eigendum sínum til Danmerkur á unglingsaldri, tók þátt í vörnum Kaupmannahafnar þegar Englendingar réðust á borgina 1801 og stakk svo af til Íslands eftir sögufræg málaferli þar sem hann tókst á við eiganda sinn um eignarhald á sjálfum sér – og tapaði. Á Íslandi átti Hans Jónatan stutta en farsæla ævi. Hann varð verslunarmaður, faktor og seinna bóndi í Berufirði, giftist íslenskri konu og eignaðist með henni börn sem síðar eignuðust fjölda afkomenda; þannig lifa gen þræladrengsins frá St. Croix í fjölda afkomenda þeirra.Gísli Pálsson „Gísli er merkur fræðimaður á sviði mannfræði og það er dýrmætt að slíkir fræðimenn skrifi verk af þessu tagi,“ segir Jón Yngvi.Gísli Pálsson segir þessa sögu eftir bestu heimildum, en þær eru eðli málsins samkvæmt ekki mjög miklar að vöxtum. Þetta er annar vandinn sem Gísli þarf að kljást við sem ævisagnahöfundur, hinn er algengur þegar skrifaðar eru ævisögur annarra. Fyrstu tuttugu æviár Hans Jónatans eru efni í fróðlega og spennandi sögu sem varpar ljósi á bæði Íslandssögu og sögu heimsins. Eftir að hann losnar úr ánauðinni og kemur til Íslands verður saga hans á hinn bóginn lík sögu margra annarra. Eftir að sögu Hans Jónatans lýkur fjallar Gísli um afkomendur hans og almennt um nýlendustefnu og kynþáttahyggju og áhrif þeirra á Ísland og Íslendinga. Þessir kaflar eru fróðlegir en maður veltir fyrir sér hvort betur hefði farið á því að flétta þá inn í meginfrásögnina. Gísli er merkur fræðimaður á sviði mannfræði og það er dýrmætt að slíkir fræðimenn skrifi verk af þessu tagi þar sem fræðunum er miðlað til annarra en sérfræðinga og nema sem leggja stund á fagið. Einstaka sinnum saknar maður þess að hann leyfi sér að sýna fræðimannshliðina á sér svolítið meira í bókinni en hún er læsileg og Gísli er góður sögumaður og lifandi.Niðurstaða: Stórfróðleg bók þar sem höfundurinn notar ævisögu óvenjulegs manns til að varpa nýju og nauðsynlegu ljósi á íslenska sögu og menningu.
Gagnrýni Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira