Jákvæður skólabragur og styðjandi námsumhverfi Sigrún Edda Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 11:58 Skóli, samræmd próf, PISA og vellíðan nemenda Mikil umræða hefur verið um stöðu grunnskólans eftir að niðurstöður PISA-könnunarinnar komu út og allir líklega sammála um að vilja gera betur í samanburði við önnur lönd. Nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness koma almennt vel út úr PISA-rannsókn OECD og er staðan að jafnaði betri en hún mældist árið 2000. Mælingar sína jákvæða þróun lesskilnings og læsis á tímabilinu frá 2000 til 2012. Nemendur skólans standa nú jafnfætis jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum og því sem almennt gerist á höfuðborgarsvæðinu, en stóðu þeim talsvert að baki við upphaf tímabilsins. Við upphaf tímabilsins mældist læsi á stærðfræði meðal nemenda á Seltjarnarnesi sambærilegt við nemendur á Norðurlöndunum, en í könnuninni árið 2012 mælist það nokkuð yfir meðaltali þeirra. Læsi á náttúrufræði var fyrst kannað árið 2006 og mældust nemendur á Seltjarnarnesi þá talsvert undir jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum en í könnuninni 2012 hefur bilið minnkað nokkuð. Grunnskóli Seltjarnarness kom mjög vel út ef við skoðum niðurstöður m.v. landsmeðaltal hér á Íslandi, en í samanburði við önnur lönd viljum við gera betur.Jákvætt viðhorf til náms og trú á eigin getu Í PISA-rannsókninni 2012 var einnig lagt mat á viðhorf og námshegðun nemenda. Niðurstöður sýna að nemendur á Seltjarnarnesi hafa almennt jákvæðara viðhorf til náms og meiri trú á eigin getu þegar kemur að stærðfræði en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Jafnframt að áhugi nemenda á Seltjarnarnesi á stærðfræði hefur aukist stöðugt frá árinu 2003 og sjálfstraust eflst. Einnig kom í ljós að á Seltjarnarnesi er mun meira um styðjandi kennsluhætti en almennt gerist og að skólinn er kominn hvað lengst í leiðsagnarmati. Í samræmdum könnunarprófum kemur Grunnskóli Seltjarnarness mjög vel út sérstaklega ef horft er til árangurs 10. Bekkjar. Ef horft er til meðaltals síðustu 5 ára þá er 10. bekkur í Grunnskóla Seltjarnarness í 1. sæti af 60 skólum í stærðfræði, í 5. sæti af 60 skólum í íslensku og í 2. sæti af 60 skólum í ensku. 7. bekkur er í 4. sæti af 61 skóla þegar horft er á stærðfræði, og í 6. sæti af 60 skólum landsins í íslensku. 4. bekkur er í 12. sæti af 61 skóla þegar horft er til stærðfræði og í 10. sæti af 61 skóla í íslensku. Í samræmdum prófum er einnig horft til framfara í námi og er reiknaður framfarastuðull út frá einkunnum nemenda á tveimur samræmdum prófum. Er því annars vegar skoðuð frammistaða einstaklingsins milli 4. – 7. bekkjar og hins vegar milli 7. -10. bekkjar og horft til virðisauka í náminu. Í skýrslu Námsmatsstofnunar kemur fram að virðisauki námsins síðustu 5 árin i Grunnskóla Seltjarnarness eru í öllum tilfellum í hærri kantinum sem þýðir að nemendur Grunnskóla Seltjarnarness eru að bæta stöðu sína miðað við jafnaldra sína sem er það sem við viljum sjá gerast. Góður andi meðal nemenda og gott samband nemenda og kennara Við mælum einnig líðan nemenda okkar í Grunnskóla Seltjarnarness. Samsömun nemenda á Seltjarnarnesi við nemendahópinn hefur stóraukist frá fyrri mælingum PISA-rannsókna og samband nemenda við kennara er mjög jákvætt og stuðningur kennara við nemendur er með því besta sem gerist. Þessar niðurstöður eiga samhljóm við niðurstöður Skólapúlsins á líðan og viðhorfum nemenda, en þær sýna að líðan mælist hvað best á landsvísu meðal nemenda á Seltjarnarnesi og samband nemenda og kennara er talsvert betra en almennt gerist. Í Skólapúlsinum eru gerðar kannanir meðal nemenda í 6.-10. bekk í fjölmörgum grunnskólum hér á landi í hverjum mánuði um m.a. ánægju af náminu, trú á eigin námsgetu, sjálfsálit, vellíðan, tíðni og tegund eineltis, samband nemenda við kennara, hreyfingu og mataræði svo nokkrir þættir séu nefndir. Niðurstöður mælinga sýna að nemendum í Grunnskóla Seltjarnarness líður vel, einelti hér er vel undir meðallagi, þau hafa mikla trú á eigin námsgetu og finnst þau hafa góða stjórn á eigin lifi og á eigin árangri í skólanum. Jákvæð úttekt á starfi skólans Menntamálaráðuneytið gerði úttekt á Grunnskóla Seltjarnarness vorið 2012 að ósk skólans, fræðslustjóra og skólanefndar. Niðurstöður úttektaraðila voru þær að við skólann fari fram mjög faglegt og gott skólastarf. Skólastarfið hvíli á herðum hæfra og reynslumikilla starfsmanna, góður andi og opin samskipti meðal starfsmanna og almenn ánægja með aðgengi að stjórnendum skólans. Foreldrastarf sé mjög gott við skólann og skapi mikilvægt bakland fyrir faglegt starf, að mati bæði stjórnenda og kennara, að nemendur virðast almennt ánægðir í skólanum, félagslíf mjög gott og gætt er að hagsmunum nemenda t.a.m. með starfsemi nemendaverndarráða og nemendaráðs. Við getum því verið stolt af því góða starfi sem fer fram í grunnskóla Seltjarnarness og viljum styðja við það góða starf sem þar er unnið. En við viljum að sjálfsögðu ávallt stuðla að því að gera betur og hefur skólinn lagt sig fram um að fylgjast með nýbreytni í skólastarfi sem sýnt hefur að skilar sér í betri árangri. Má þar nefna byrjendalæsi sem tekið hefur verið upp í þeirri viðleitni að stuðla að betra læsi nemenda sem fyrst á skólagöngunni. Áskorun skólasamfélagsins er að halda stöðu sinni þar sem vel gengur og bæta það sem betur má fara og okkar að styðja við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skóli, samræmd próf, PISA og vellíðan nemenda Mikil umræða hefur verið um stöðu grunnskólans eftir að niðurstöður PISA-könnunarinnar komu út og allir líklega sammála um að vilja gera betur í samanburði við önnur lönd. Nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness koma almennt vel út úr PISA-rannsókn OECD og er staðan að jafnaði betri en hún mældist árið 2000. Mælingar sína jákvæða þróun lesskilnings og læsis á tímabilinu frá 2000 til 2012. Nemendur skólans standa nú jafnfætis jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum og því sem almennt gerist á höfuðborgarsvæðinu, en stóðu þeim talsvert að baki við upphaf tímabilsins. Við upphaf tímabilsins mældist læsi á stærðfræði meðal nemenda á Seltjarnarnesi sambærilegt við nemendur á Norðurlöndunum, en í könnuninni árið 2012 mælist það nokkuð yfir meðaltali þeirra. Læsi á náttúrufræði var fyrst kannað árið 2006 og mældust nemendur á Seltjarnarnesi þá talsvert undir jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum en í könnuninni 2012 hefur bilið minnkað nokkuð. Grunnskóli Seltjarnarness kom mjög vel út ef við skoðum niðurstöður m.v. landsmeðaltal hér á Íslandi, en í samanburði við önnur lönd viljum við gera betur.Jákvætt viðhorf til náms og trú á eigin getu Í PISA-rannsókninni 2012 var einnig lagt mat á viðhorf og námshegðun nemenda. Niðurstöður sýna að nemendur á Seltjarnarnesi hafa almennt jákvæðara viðhorf til náms og meiri trú á eigin getu þegar kemur að stærðfræði en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Jafnframt að áhugi nemenda á Seltjarnarnesi á stærðfræði hefur aukist stöðugt frá árinu 2003 og sjálfstraust eflst. Einnig kom í ljós að á Seltjarnarnesi er mun meira um styðjandi kennsluhætti en almennt gerist og að skólinn er kominn hvað lengst í leiðsagnarmati. Í samræmdum könnunarprófum kemur Grunnskóli Seltjarnarness mjög vel út sérstaklega ef horft er til árangurs 10. Bekkjar. Ef horft er til meðaltals síðustu 5 ára þá er 10. bekkur í Grunnskóla Seltjarnarness í 1. sæti af 60 skólum í stærðfræði, í 5. sæti af 60 skólum í íslensku og í 2. sæti af 60 skólum í ensku. 7. bekkur er í 4. sæti af 61 skóla þegar horft er á stærðfræði, og í 6. sæti af 60 skólum landsins í íslensku. 4. bekkur er í 12. sæti af 61 skóla þegar horft er til stærðfræði og í 10. sæti af 61 skóla í íslensku. Í samræmdum prófum er einnig horft til framfara í námi og er reiknaður framfarastuðull út frá einkunnum nemenda á tveimur samræmdum prófum. Er því annars vegar skoðuð frammistaða einstaklingsins milli 4. – 7. bekkjar og hins vegar milli 7. -10. bekkjar og horft til virðisauka í náminu. Í skýrslu Námsmatsstofnunar kemur fram að virðisauki námsins síðustu 5 árin i Grunnskóla Seltjarnarness eru í öllum tilfellum í hærri kantinum sem þýðir að nemendur Grunnskóla Seltjarnarness eru að bæta stöðu sína miðað við jafnaldra sína sem er það sem við viljum sjá gerast. Góður andi meðal nemenda og gott samband nemenda og kennara Við mælum einnig líðan nemenda okkar í Grunnskóla Seltjarnarness. Samsömun nemenda á Seltjarnarnesi við nemendahópinn hefur stóraukist frá fyrri mælingum PISA-rannsókna og samband nemenda við kennara er mjög jákvætt og stuðningur kennara við nemendur er með því besta sem gerist. Þessar niðurstöður eiga samhljóm við niðurstöður Skólapúlsins á líðan og viðhorfum nemenda, en þær sýna að líðan mælist hvað best á landsvísu meðal nemenda á Seltjarnarnesi og samband nemenda og kennara er talsvert betra en almennt gerist. Í Skólapúlsinum eru gerðar kannanir meðal nemenda í 6.-10. bekk í fjölmörgum grunnskólum hér á landi í hverjum mánuði um m.a. ánægju af náminu, trú á eigin námsgetu, sjálfsálit, vellíðan, tíðni og tegund eineltis, samband nemenda við kennara, hreyfingu og mataræði svo nokkrir þættir séu nefndir. Niðurstöður mælinga sýna að nemendum í Grunnskóla Seltjarnarness líður vel, einelti hér er vel undir meðallagi, þau hafa mikla trú á eigin námsgetu og finnst þau hafa góða stjórn á eigin lifi og á eigin árangri í skólanum. Jákvæð úttekt á starfi skólans Menntamálaráðuneytið gerði úttekt á Grunnskóla Seltjarnarness vorið 2012 að ósk skólans, fræðslustjóra og skólanefndar. Niðurstöður úttektaraðila voru þær að við skólann fari fram mjög faglegt og gott skólastarf. Skólastarfið hvíli á herðum hæfra og reynslumikilla starfsmanna, góður andi og opin samskipti meðal starfsmanna og almenn ánægja með aðgengi að stjórnendum skólans. Foreldrastarf sé mjög gott við skólann og skapi mikilvægt bakland fyrir faglegt starf, að mati bæði stjórnenda og kennara, að nemendur virðast almennt ánægðir í skólanum, félagslíf mjög gott og gætt er að hagsmunum nemenda t.a.m. með starfsemi nemendaverndarráða og nemendaráðs. Við getum því verið stolt af því góða starfi sem fer fram í grunnskóla Seltjarnarness og viljum styðja við það góða starf sem þar er unnið. En við viljum að sjálfsögðu ávallt stuðla að því að gera betur og hefur skólinn lagt sig fram um að fylgjast með nýbreytni í skólastarfi sem sýnt hefur að skilar sér í betri árangri. Má þar nefna byrjendalæsi sem tekið hefur verið upp í þeirri viðleitni að stuðla að betra læsi nemenda sem fyrst á skólagöngunni. Áskorun skólasamfélagsins er að halda stöðu sinni þar sem vel gengur og bæta það sem betur má fara og okkar að styðja við.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar