Eru vinstri grænir, hægri grænir? Kjartan Due Nielsen skrifar 30. maí 2014 11:22 Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar