Flutningurinn felur í sér fjöldauppsögn starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2014 19:49 Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira