Forseti GSÍ: Kristján Þór uppfyllir ekki skilyrði afreksstefnu GSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2014 17:58 Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið. Kristján Þór vann Íslandsmótið í holukeppni um síðustu helgi og er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar þegar aðeins þrjú mót eru eftir. Kristján Þór er hinsvegar ekki nógu góður til þess að komast í landsliðshóp Úlfars Jónssonar fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. til 12. júlí. Valið á landsliðinu fór þó fram fyrir Íslandsmótið í holukeppni. Guðjón Guðmundsson kannaði afstöðu Golfsamband Íslands í málinu í frétt í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, segir þar að frammistaða Kristjáns Þórs, samræmist ekki þeirri afreksstefnu sem er unnið eftir. „Afreksstefna Golfsambandsins, sem samþykkt er á golfþingi og liggur fyrir á hverjum tíma, er mjög skýr hvað þetta varðar. Það ætti því ekki að koma neinum í golfhreyfingunni á óvart að svona staða komi upp," sagði Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Í afreksstefnunni kemur fram að við viljum hafa íslenskan kylfing inn á evrópsku- eða bandarísku mótaröðinni innan nokkra ára og það kemur einnig fram í stefnunni að þeir kylfingar sem valdir eru í okkar landslið, eða eru studdir með einum eða öðrum hætti, þurfa meðal annars að hafa sömu markmið og ég var að lýsa hér áður," sagði Haukur Örn. „Kristján Þór uppfyllir ekki eins og staðan er í dag þessi skilyrði afrekstefnunnar og þess vegna er hann ekki valinn í landsliðið," sagði Haukur Örn. Kristján Þór gagnrýndi landsliðsþjálfarann harkalega í viðtali á Vísi á dögunum eftir að landsliðið hafði verið valið. Hann sagði þjálfarann þá vera einfaldlega á móti sér. „Það held ég að sé algjör útisnúningur og það kemur málinu ekkert við. Það er ekki þannig að niðurstaða á stigalista hverju sinni tryggi mönnum sæti í landsliði. Þeir sem eru á þeirri skoðun þurfa að lesa afreksstefnuna aftur," sagði Haukur Örn. Öll frétt Guðjóns Guðmundssonar um málið er nú aðgengileg með því að smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið. Kristján Þór vann Íslandsmótið í holukeppni um síðustu helgi og er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar þegar aðeins þrjú mót eru eftir. Kristján Þór er hinsvegar ekki nógu góður til þess að komast í landsliðshóp Úlfars Jónssonar fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. til 12. júlí. Valið á landsliðinu fór þó fram fyrir Íslandsmótið í holukeppni. Guðjón Guðmundsson kannaði afstöðu Golfsamband Íslands í málinu í frétt í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, segir þar að frammistaða Kristjáns Þórs, samræmist ekki þeirri afreksstefnu sem er unnið eftir. „Afreksstefna Golfsambandsins, sem samþykkt er á golfþingi og liggur fyrir á hverjum tíma, er mjög skýr hvað þetta varðar. Það ætti því ekki að koma neinum í golfhreyfingunni á óvart að svona staða komi upp," sagði Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Í afreksstefnunni kemur fram að við viljum hafa íslenskan kylfing inn á evrópsku- eða bandarísku mótaröðinni innan nokkra ára og það kemur einnig fram í stefnunni að þeir kylfingar sem valdir eru í okkar landslið, eða eru studdir með einum eða öðrum hætti, þurfa meðal annars að hafa sömu markmið og ég var að lýsa hér áður," sagði Haukur Örn. „Kristján Þór uppfyllir ekki eins og staðan er í dag þessi skilyrði afrekstefnunnar og þess vegna er hann ekki valinn í landsliðið," sagði Haukur Örn. Kristján Þór gagnrýndi landsliðsþjálfarann harkalega í viðtali á Vísi á dögunum eftir að landsliðið hafði verið valið. Hann sagði þjálfarann þá vera einfaldlega á móti sér. „Það held ég að sé algjör útisnúningur og það kemur málinu ekkert við. Það er ekki þannig að niðurstaða á stigalista hverju sinni tryggi mönnum sæti í landsliði. Þeir sem eru á þeirri skoðun þurfa að lesa afreksstefnuna aftur," sagði Haukur Örn. Öll frétt Guðjóns Guðmundssonar um málið er nú aðgengileg með því að smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira