Sport

Incognito bað Martin afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Richie Incognito.
Richie Incognito. Vísir/Getty
Óvíst er hvort að Richie Incognito eigi afturkvæmt í NFL-deildina eftir gróft einelti sem skók bandarískt íþróttalíf í haust.

Incognito hefur þó beðið Jonathan Martin afsökunar fyrir hans þátt í eineltismálinu sem vakti gríðarlega athygli vestanhafs.

Þeir voru liðsfélagar hjá Miami Dolphins en eftir að Martin yfirgaf herbúðir liðsins í október sakaði hann Incognito um að hafa farið fyrir grófu einelti í hans garð.

Incognito, sem er þrítugur, bað Martin afsökunar á Twitter-síðu sinni í dag og gerði slíkt hið sama við Stephen Ross, eiganda Dolphis, og Ted Wells sem fór fyrir rannsókn NFL-deildarinnar á málinu.

Hann var settur í ótímabundið bann og er óvíst hvort hann muni nokkru sinni spila aftur með Dolphins eða nokkru öðru NFL-liði.

„Ég vil líka biðja Jonathan afsökunar. Þú ert enn bróðir minn þar til einhver segir mér annað,“ skrifaði Incognito.

Skýrsla Wells fór ófögrum orðum um hegðun Incognito og þriggja annarra leikmanna Dolphins gagnvart Martin. Von er á nýjum reglum NFL-deildarinnar sem ætlaðar eru til að taka á samskiptum leikmanna í búningsklefanum.

NFL

Tengdar fréttir

Incognito segist ekki vera kynþáttahatari

Richie Incognito, leikmaður Miami Dolphins, er einn umtalaðasti og hataðasti maður Bandaríkjanna í dag. Liðsfélagi hans, Jonathan Martin, hætti eftir að hafa orðið fyrir einelti frá Incognito.

Sannleikurinn mun jarða þig

Eitt stærsta fréttamál síðasta árs í bandaríska íþróttaheiminum var frétt um meint einelti í búningsklefa NFL-liðsins Miami Dolphins.

Incognito stóð fyrir skipulögðu einelti

Það er búið að bíða lengi eftir skýrslu um ástandið í búningsklefa Miami Dolphins. Þar hefur logað stafna á milli eftir ásakanir um gróft einelti.

Martin var niðurlægður á hverjum degi

NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×