ESB skýrsla herðir stjórnarflokkana í andstöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Sjá meira
Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Sjá meira