Engir viðbótartollkvótar fyrir innflutning á ostum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. febrúar 2014 11:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, upplýsti á ríkisstjórnarfundi að til stæði að endurskoða löggjöf um úthlutun tollkvóta. vísir/pjetur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi, eins og Hagar óskuðu eftir í bréfi til ráðuneytisins. Í bréfi Haga færði fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum væri ýmist engin eða hverfandi og annaði þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi fjallað um málið og sé niðurstaða nefndarinnar sú að ekki þyki ástæða til að úthluta opnum tollkvóta fyrir umræddar vörur. Ástæða þess er að í desember var úthlutað hundrað tonna tollkvóta fyrir osta, þar af tuttugu tonn af sérostum með landfræðilegum merkingum. Þá er árlega, í júní, úthlutað 119 tonna WTO tollkvóta fyrir osta. „Innflytjendur sem fá úthlutað tollkvóta ákveða sjálfir hvers konar ostar fluttir eru inn. Hafa þeir þannig frjálsar hendur um hvernig þeir ráðstafa tollkvóta sínum og gætu til dæmis flutt inn ofangreindar ostategundir ef vilji stæði til. Með hliðsjón af framangreindu þykir því ekki vera ástæða til þess að úthluta viðbótartollkvótum fyrir buffala-, geita- og ærmjólkurosta. Sömu rök gilda varðandi úthlutun tollkvóta vegna kjúklings, en árlega er úthlutað 259 tonna tollkvóta fyrir kjöt af alifuglum. Þá er rétt að geta þess að ráðherra hefur ekki heimild til að fella niður tolla á ákveðnar vörur. Í lögum er því lýst hvernig tollar skulu ákvarðaðir fyrir vörur sem fluttar eru inn innan tollkvóta.“ Á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag upplýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að til stæði að endurskoða löggjöf um úthlutun tollkvóta í ljósi þeirrar reynslu sem nú liggur fyrir um framkvæmd löggjafarinnar og þeirra álitaefna sem upp hafa komið. Í þessu sambandi verður meðal annars skoðað hvort tilefni sé til að sett verði hámark á markaðsráðandi aðila við úthlutun tollkvóta. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi, eins og Hagar óskuðu eftir í bréfi til ráðuneytisins. Í bréfi Haga færði fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum væri ýmist engin eða hverfandi og annaði þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi fjallað um málið og sé niðurstaða nefndarinnar sú að ekki þyki ástæða til að úthluta opnum tollkvóta fyrir umræddar vörur. Ástæða þess er að í desember var úthlutað hundrað tonna tollkvóta fyrir osta, þar af tuttugu tonn af sérostum með landfræðilegum merkingum. Þá er árlega, í júní, úthlutað 119 tonna WTO tollkvóta fyrir osta. „Innflytjendur sem fá úthlutað tollkvóta ákveða sjálfir hvers konar ostar fluttir eru inn. Hafa þeir þannig frjálsar hendur um hvernig þeir ráðstafa tollkvóta sínum og gætu til dæmis flutt inn ofangreindar ostategundir ef vilji stæði til. Með hliðsjón af framangreindu þykir því ekki vera ástæða til þess að úthluta viðbótartollkvótum fyrir buffala-, geita- og ærmjólkurosta. Sömu rök gilda varðandi úthlutun tollkvóta vegna kjúklings, en árlega er úthlutað 259 tonna tollkvóta fyrir kjöt af alifuglum. Þá er rétt að geta þess að ráðherra hefur ekki heimild til að fella niður tolla á ákveðnar vörur. Í lögum er því lýst hvernig tollar skulu ákvarðaðir fyrir vörur sem fluttar eru inn innan tollkvóta.“ Á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag upplýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að til stæði að endurskoða löggjöf um úthlutun tollkvóta í ljósi þeirrar reynslu sem nú liggur fyrir um framkvæmd löggjafarinnar og þeirra álitaefna sem upp hafa komið. Í þessu sambandi verður meðal annars skoðað hvort tilefni sé til að sett verði hámark á markaðsráðandi aðila við úthlutun tollkvóta.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira